Hlín - 01.01.1932, Side 12
10
Hlín
Halldóra Bjarnadóttir mintist á, að það væri óheppi-
legt að heimavistarskólar fyrir böm, sem nú eru víða
að rísa upp, virtust sumstaðar svo dýrir, að margir
foreldrar teldu sjer ókleift að nota þá fyrir börn sín af
þeim ástæðum. Talaði um að vert væri að kynna sjer
fyrirkomulag elsta heimavistarbarnaskóla landsins í
Gnúpverjahreppi í Árnessýslu, sem ætíð hefði verið
mjög haganlega fyrirkomið og ódýr í rekstri.
>
Byggingamál:
Lesið var svar frá byggingameistara Jóhanni Krist-
jánsjmi', til S. N. K. út af tillögum þeim er síðasti að-
alfundur sendi um byggingar í sveitum. Telur bygg-
ingameistarinn sig samþykkan tillögum S. N. K., þar
sem þær falli saman við sínar eigin, og kveðst hann
muni' reyna að gera byggingarnar samkvæmt tillögun-
um, þar sem því verði við komið.
Laridsþing Jcverma:
Þá sagði Halldóra Bjarnadóttir frjettir af Lands-
þingi kvenfjelagasambands íslands. Þakkaði formaður
frásögnina og allt annað gott og óeigingjarnt starf
Halldóru í þarfir íslenskra kvenna, og bað konur að
standa upp í virðingarskyni við hana og var það gert.
Kveðjuskeyti barst fundinum frá fyrverandi for-
manni, Guðnýju Björnsdóttur.
Sambandsfun&ur 1933.
Ákveðið var, að næsti aðalfundur skyldi haldinn á
Siglufirði, svo framarlega sem konur þar væru fúsar
til að taka hann að sjer. 40—50 konur komu á fund þ.d.
f fundarlok flutti Jón Guðmundsson, hreppstjóri í
Garði, Þistilfirði, ágætt erindi, er við viljum nefna
»Manndáð«.