Hlín - 01.01.1932, Page 14
12
Hlin
Þreytuna má skoða sem merki þess, að vjer höfum
notað í meira lagi af orkuforða vorum, og vjer getum
ekki losnað við hana fyr en orkutapið er unnið upp.
Til þess þurfum vjer að fwilast.
Þreytan er aðallega tvennskonar: Taugaþreyta (eða
andleg þreyta) og vöðvaþreyta. f eðli sínu virðist sem
þær sjeu nokkurnveginn eins, að sýra sú, sem myndast
við starf líffæranna, sé hin sama, en vöðvarnir geta að
nokkru leyti notfært sjer þessa sýru, taugakerfið getur
það aftur á móti ekki, það verður að losna við hana
með aukinni blóðrás og endurnærast síðan annarstaðar
að. Þessi tvenskonar þreyta fer að vísu alt af nokkuð
saman, og með því að þær í eðli sínu virðast eins, næg-
ir til skilningsauka að tala aðallega um vöðvaþreytuna,
enda er hún talinn mestur hluti þreytunnar hjá fólki
flestu.
Þegar vöðvi vinnur ákveðið verk, dregst hann sam-
an, verður stæltur og eyðir orku. En síðan slaknar
hann, hvílist og safnai\ þá orku. Þannig er og starf
annara líffæra, að segja má að þau ýmist eyði eða safni
orku, að þau stælist og slakni, gangi í stöðugum sveifl-
um fram og aftur. Þessar sveiflur eru einna ljósastar
ölium mönnum í starfi hjartans, sem í sífellu dregst
saman eða þenst út.
Ef vöðvi eða annað líffæri á ekki að vinna með tapi,
þ. e. að eyða sjálfu sjer, þarf sú orka, sem að berst, að
jafngilda þeirri orku, sem eytt hefur verið. Það tekur
nokkum tíma fyrir vöðvana að safna á ný þeirri orku,
sem svarar til þeirrar, sem hann hefur eytt, og má
segja að því slakari sem vöðvinner, því styttri tíma tek-
ur það að jafnaði fyrir hann. Þessi tími er hvíldartími
vöðvans. Líkt þessu má segja að sje um önnur líffæri,
að greina má með þeim starfstíma og hvíldartíma, og
eins er um lifandi veruna sem heild. —
Eitt frumskilyrði fyrir starfhæfni manna er það, að