Hlín - 01.01.1932, Síða 16
14 fflín
kolli, uns þeir detta í einhverjar þær skorður, sem þeir
geta orðið máttlausir í, og kemur þá svefninn yfir þá
að heita má samstundis.
Vakandi maður stælir fleiri eða færri vöðva, flestir
of marga og sumir ranga, fyrir það starf sem fyrir
hendi er. Þegar menn hvíla sig, hættir þeim óafvitandi
við að halda ýmsum vöðvum stæltum að óþörfu, svo að
hvíldin verður ekki svo góð sem skyldi. Sumum er eng-
in hvíl.d að því að sitja, jafnvel þó þeim sjeu boðnir
»þægilegir« stólar. »Þægilegir« eru þeir stólar, sem
valda því, að maður slakar á mörgum vöðvum við að
setjast á þá. Þeir sem sitja teinrjettir hvílast ekki
verulega. Þegar fólk kemur dauðþreytt úr leikhúsi, eða
af öðrum samkomum, er það venjulega ekki svo mjög
þreytt af því sem það hefir sjeð eða heyrt, heldur af
því, hvernig það hefir setið eða staðið í samkomusaln-
um. Sumir þreytast svo af að standa, að þeim liggur
við yfirliði. Það er aðallega af því, að þeir stæla óþarfa
vöðva á meðan þeir standa. 1 rauninni þarf maður
varla að stæla einn einasta vöðva til þess að stánda. —
Sama er að segja um þá, sem dansa. Þeir dansa yfir-
leitt best, sem minst reyna á vöðvana. — Sá sem kann
að ganga, neytir mjög lítjllar vöðvaorku til þess. Hreyf-
ing handleggjanna við ganginn gerir það að verkum,
að fæturnir geta flutst að heita má ósjálfrátt. — Sumir
þreytast af að tala, aðrir geta talað stanslaust, án þess
að það þreyti þá minstu vitund. Þeir eyða ekki orku
sinni í neina óþarfa stælingu.
Það sætir mestu furðu, í augum þess sem kann að
taka eftir því, hvernig flestir eyða orku sinni í óþarfa
stælingu, og reyna að óþörfu á taugakerfið og öll líf-
færi.
Til þess að draga úr þreytu fólks, er því fyrst að
nema burt alla óþarfa stælingu og síðan að kenna þvi
að verða sem máttlausast, þegar það ætlar að hvíla sig.