Hlín - 01.01.1932, Síða 17
i?>
fítin
— Úm hið fyrra er örðugt að gefa almennar reglur.
Þar þarf hver að athuga sjálfan sig, eða láta annaii
gera það. Hvað hinu síðara viðvíkur, má benda á nokk-
ur aðalatriði, sum alkunn og sjálfsögð, að því sem kann
að virðast.
Auðveldast er að slaka á, andlega og líkamlega, ef
menn liggja, einkum ef menn liggja á bakinu, endi-
iangir með handleggina niður með hliðunum og lítinn
kodda undir höfðinu. Ef legubekkurinn er ca. 10 cm.
hærri til fóta en um miðju, verður hvíldin miklum mun
meiri. Með æfingu má svo verða, að maður geti fleygt
sjer niður vita-máttlaus. Ef menn verða þannig mátt-
lausir, getur sama og engin andleg starfsemi farið
fram. Flestir verða syfjaðir, eitthvert mók færist yfir
þá, eða þeir sofna alveg. Er talið að sjö til tíu mínútna
hvíld á þennan hátt, jafnist á við klukkutíma hvíld
manns, sem situr á venjulegum, aimlausum stól.
Flestum veitir auðveldast, að minsta kosti fyrst, að
verða máttlausum með því að liggja ekki á hörðu fleti,
síðar, með æfingu, geta margir orðið það, þó þeir liggi
á steingólfi.
Menn sitja á rjettastan hátt (í þeim tilgangi aðal-
lega að hvíla sig), á stól, með það langri setu, að þrír
fjórðu hlutar læranna hvíli þar á, að stólbakið veiti
hinum eðlilegu beygjum hryggjarins jafnan stuðning,
að stólhæðin sje hin hentugasta, þ. e. 80 til 90 gráðu
horn myndist í hnésbótinni, er maður situr með báða
leggi lóðrjetta og fæturna á gólfinu. — Ef armar eru
á stólnum, verður hvíldin meiri, og eim meiri ef skáhlíf-
ar eru til að halla höfðinu upp að. Hvíldarauki er fyrir
þann, sem situr á stól, að leggja fæturna upp á annan
stól (eða jafnvel upp á borð!), en þá helst þannig, að
setubrúnin á stólnum nemi við hnésbætumar.
Orkueyðsla hjartans er mun meiri hjá manni sitj-
andi á armlausum stól, en hjá þeim sem liggur alveg