Hlín - 01.01.1932, Side 19
HUn
17
Heimilisiðnaður.
Austfirskar krossvefnaðarábreiður.
Eftir Sigrúnu P: Blöndal.
Eins og kunnugt er hefur á undanförnum árum vei*-
ið gerð tilraun til þess að endurreisa íslenskan útvefn-
að. Erfiðleikarnir sem á því voru liggja einkum í því,
að ekkí er hægt að byggja hina nýju fræðslu á gömlum
grunni nema að litlu leyti. útvefnaður hafði lagst nið-
ur. Og þó ekki sé lengra síðan en svo, að einstaka mið-
aldra kona, núlifandi, man eftlr að amma hennar óf
glit, þá er þó bilið nógu langt til þess að erfitt hefur
orðið að brúa það. Það er auðveldara að slíta þráð en
skeyta hann saman, ekki síst, þegar spottinn, sem á að
hnýta við, er úr alt öðru efni, en svo má segja, að hin
nýja vefnaðarkunnátta sé, því hún er fengin af er-
lendri reynslu.
Þó ekki sje lengra síðan en 1860—1870, að glitvefn-
aður var ofinn alment hjer á landi, þótti nauðsyn bera
til að senda íslenskar stúlkur til Noregs eða Svíþjóðar
til að nema þessa gömlu, þjóðlegu list, því þar hafði út-
vefnaður aldrei dáið út. I
Nokkrar stúlkur fóru líka til Danmerkur í þessum
erindum. Þetta var laust eftir aldámótin síðustu, en
þá voru Danir byrjaðir að endurreisa heimilisiðnað
sinn, og höfðu lært að vefa af Norðmönnum og Svíum.
Jeg var ein þeirra kvenna, sem lærði að vefa í Dan-
mörku. — útvefnaðurinn, sem við lærðum, var aðal-
lega glit, flos og krossvefnaður. Þegar farið var svo
að kenna þennan vefnað aftur heima á íslandi, var eins
og gengur í engu brugðið frá erlendu fyrirmyndunum.
2
J