Hlín - 01.01.1932, Qupperneq 21
Hlín
19
hve litlar leifar sjást af honum. Þó gæti það stafað af
því, að hann hafi fyr lagst niður en glitvefnaðurinn.
Má telja víst að svo hafi verið.
Annars er þetta órannsakað eins og svo margt fleira
í sögu heimilisiðnaðar vors og hannyrða. Er þar mikið
verk að vinna og merkilegt.
Krossvefnaður er ennþá ein helsta grein útvefnaðar
í Noregi og Svíþjóð. Hið norska »Aaklæ« mun vera of.-
ið alveg eins og íslenski krossvefnaðurinn gamli, með
bindingu munsturþráðanna (ívafs) á litamótum í
cmiiiari hvorri umferð. En hið sænska »Röllakan« er að
því leyti frábrugðið, að binding munsturþráðanna fer
fram í hverri umferð. Myndast við það garður á lita-
mótunum, og verður það borðið því ranghverft, en
krossvefnaður og »Aaklæ« er eins á bæði borð.
Jeg vil nú skýra frá því, sem jeg veit, um uppruna
þeirra austfirsku krossvefnaðarábreiða, er jeg hef
sjeð og heyrt getið um á Austurlandi.
Um aldamótin 1800 bjuggu að Fossvöllum í Jökuls-
árhlíð hjónin Rustíkus Björnsson og Guðrún Jónsdótt-
ir. Rustíkus var mikill dugnaðar- og framkvæmdamað-
ur. Hann hefur og verið vel efnum búinn, því sumir
kalla hann »Rustíkus ríka«. Hann dó 1817, 64 ára gam-
all. Faðir hans var Björn bóndi á Nefbjarnarstöðum í
Tungu, Sigurðssonar, bónda á Ekru, Erlendssonar.
Móðir Rustíkusar var Oddný, dóttir Rustíkusar
bónda á Kóreksstöðum, hins fyrsta, er menn þekkja
með því nafni. Var hann af Hlíðarætt hinni gömlu.
Guðrún, kona Rustíkusar á Fossvöllum, var Jónsdóttir,
bónda á Galtastöðum ytri, Árnasonar smiðs í Húsey,
bróður Björns á Nefbjarnarstöðum. — Móðir Guðrún-
ar var Guðrún Hallsdóttir, bónda í Gagnstöð, Pjeturs-
sonar, bónda í Gagnstöð, af Njarðvíkurætt hinni
gömlu. — En kona Pjeturs var Guðríður Einarsdóttir,
2*