Hlín - 01.01.1932, Side 22
20
min
prests að Ási, Jónssonar, klausturhaldara á Skriðu,
Björnssonar, sýslumanns á Bustarfelli, Gunnarssonar.
—- Móðir Björns var Guðrún Magnúsdóttir, prests á
Grenjaðarstað, Jónssonar biskups Arasonar.*
Guðrún og Rustíkus á Fossvöllum áttu 6 dætur
(sumir segja 7), og er sagt, að Guðrún hafi ofið
krossvefnaðarábreiðu handa hverri þeirra. — Þeir,
sem nokkuð þekkja til krossvefnaðar, vita að það er
býsna séinleg vinna. Mundi nú þykja ærið þrekvirki
að'vefa eina slíka ábreiðu. — Varð jeg því ekki lítið
undrandi, er jeg heyrði þessa sögu um ábreiður Guð-
rúnar á Fossvöllum. Datt mjer þá síst í hug, að jeg
ætti eftir að sjá eina af þessum ábreiðum eða fleiri,
því jeg hugði þær allar glataðar.
Fyrir nokkrum árum gafnaði jeg uppdráttum úr
gömlum, glitofnum söðuláklæðum. Barst mjer þá í
hendur krossofin ábreiða úr búi Sveins bónda Björns-
sonar á Kóreksstöðum í Hjaltastaðaþinghá (fylgir hjer
mynd af þessari ábreiðu, (bls. 14 á myndaörkinni).
Eins og myndin ber með sjer er munstrið nokkuð
frábrugðið því, sem algengast er á glitábreiðum, því
það er ekki samfeld heild, heldur sjálfstæðir rósa-
strengir með randabekkjum á milli, ofnum með brek-
ánsvend (rips), en rósirnar dumbrauðar <^g indigóblá-
ar á gulum grunni.
Ekki hefur tekist að leiða rök að því, að ábreiða
þessi sje ein af ábreiðum Guðrúnar á Fossvöllum, en
ekki er það ósennilegt. Að Kóreksstöðum er ábreiðan
komin úr búi Odds bónda í Klausturseli á Jökuldal,
gæti ábreiðan því vel verið úr búi þeirra.
Er jeg sá þessa ábreiðu, þóttist jeg vita, að vel gætu
fleiri slíkar verið til hjer eystra, þó mjer á hinn bóg-
* Það sem hjer segir um ætt Eustíkvsar og Guðrúnar, er eftir
síra Einari sál. Jónssyni á Hofi í Vopnafirði.