Hlín - 01.01.1932, Side 23
HUn
21
inn virtist erfitt að skilja, hvers vegna slíkum gripum
væri ekki á lofti haldið. — Að þessu kom líka. — A
heimilisiðnaðarsýningu fyrir Múlasýslur, er haldin var
á Eiðum vorið 1929, til undirbúnings Landssýningunni,
voru tvær aðrar krossvefnaðarábreiður. önnur þeirra
er eign Þórunnar Rustíkusdóttur á Seyðisfirði. Er ekki
um að villast, að þar var komin ein Fossvallaábreiðan,
og hafði haldist í ættinni. Er eigandinn sonardóttir
Þórunnar Rustíkusdóttur frá Fossvöllum.
Þessi ábreiða er sjerstaklega falleg, eins og mynd sú
er fylgir sýnir (bls. 1 á myndaörkinni). Munstrið er
gerólíkt hinni fyrri, samfelt fjórar rósir, tengdar sam-
an af samfljettuðum ferhyrningi, er myndar mi'ðju
munstursins.
Þriðja ábreiðan er að mestu leyti ofin með sama
munstri og hin fyrsta og með sömu litum. Eigandi
þeirrar ábreiðu er Sólveig Eiríksdóttir á Brimnesi í
Fáskrúðsfirði. Veit jeg ekkert um uppruna þeirrar á-
breiðu. — En alt bendir til þess, að allar sjeu þær ofh-
ar af sama manni eða á sama heimilinu.
Ábreiður þessar stungu mjög í stúf við flest annað
á sýningunni á Eiðum og settu svip á hana. Og i Múla-
sýsludeild Landssýningarinnar 1930 munu það einmitt
hafa verið þessar gömlu ábreiður, sem einkum drógu
athygli manna að deildinni.*)
Ekki hef jeg séð fleiri krossvefnaðai’ábreiður áAustur-
landi en þessar þrjár, er nú hafa verið taldar. En heyrt
hef jeg getið tveggja,semnúeruglataðar. önnur þeirra
var frá Fossvöllum, og átti hana einn afkomandi' Guð-
rúnar Jónsdóttur, er fyr var getið, Pálína Jónsdóttir
frá Hallbjarnarstöðum í Skriðdal. Móðuramma henn-
*) Þar var líka Ijómandi falleg fljettusaums-rúmábreiða, er ólöf
Bjarnadóttir á Egilsstöðum á, og amma hennar saumaði
1811. Mun sú ábreiða einstök í sinni röð.