Hlín - 01.01.1932, Page 24
22
Hlin
ar, Herborg á Kollsstöðum á Völlum, var dóttir Guð-
rúnar og Rustíkusar. Þessi ábreiða var notuð yfir
rúm og er nú glötuð. Sagði Pálína mjer, að í ábreið-
unni hefðu skiftst á munstur og randabekkir. Amma
hennar hafði einnig sagt henni, að móðir sín hefði
spunnið alt bandið í ábreiðurnar, hafi uppistaðan verið
mórauður togþráður, en ívaf þrefalt þelband. Hún
hafði auðvitað ofið þær í kljásteinavefstól. — Hina
ábreiðuna átti bóndi á Jökulsá í Borgarfirði. Var hún
seinast höfð í rúmbotni undir undirsæng, og er nú
alveg glötuð.
Það er sjálfsagt ótalið, sem glatast hefur á þennan
hátt af útvefnaði og hannyrðum, vegna tómlætis og
skilningsleysis á því, að hjer væri um mikil verðmæti
að ræða fyrir íslenska alþýðumenningu.
Af þessu, sem nú hefur verið sagt um krossvefnað-
arábreiðurnar austfirsku, verður ekkert ráðið, hvort
krossvefnaður hefur verið alment útbreiddur hjer eða
ekki. Þó ekki hafi tekist að rekja uppruna nema
tveggja ábreiðanna að Fossvöllum af þeim fimm, sem
nefndar hafa verið, er ekki loku fyrir skotið, að hinar
þrjár sjeu þaðan líka. Væri svo, virðist það fremur
benda til, að krossvefnaður hafi aldrei verið algengur
eystra, því undarlegt mætti það teljast, ef engar leifar
krossvefnaðar væru til aðrar en Fossvallaábreiðurnar.
— Þó verður enn erfiðara að átta sig á, hvernig á því
stendur, að Guðrún á Fossvöllum hafi ein átt að kunna
þessa íþrótt, því enda þótt hún væri rík og vel ættuð,
þá var það ekkert einsdæmi. — En .hvort sem hún hef-
ur verið ein um þessa kunnáttu eða ekki, má það skoð-
ast einstakt afrek að búa dætur sínar, sex eða sjö, að
heiman með sína krossvefnaðarábreiðuna hverja
þeirra, ofna í kljásteinavefstól. — Er skylt að halda
nafni þessarar konu á lofti fyrir það eitt.
Afkomendur Guðrúnar og Rustíkusar eru margir á