Hlín - 01.01.1932, Síða 25
HUn
23
Fljótsdalshjeraði og viðar á Austurlandi, er það alt
mesta myndarfólk og sumt listfengt.
Krossvefnaðarábreiðurnar hafa víst verið notaðar
fyrir rúmábreiður. Þær eru unnar úr grófu bandi, bæði
uppistaða og ívaf, og eru því þungar. Mætti geta sjer
til, að ástæðan til að hætt var að vefa þær hafi verið
sú, að þær þóttu of þungar, eftir að farið var að nota
yfirsængur í stað brekana.
Ef vera kynni, að einhver, sem les þessar línur, vissi
eitthvað frekar um gamlan, íslenskan krossvefnað, eða
hefði sjeð ábreiður eða aðra muni með þeim vefnaði,
vildi jeg mælast til þess, að hann skrifaði mjer eða öðr-
um, sem áhuga hafa fyrir gömlum, íslenskum listvefn-
aði, um það. Sigrún P. Blöndal.
EFTIRMÁLI.
Greinarhöfundurinn óskar eftir upplýsingum um
krossofin stykki af eldri gerð, og vil jeg því láta þess
getið hvað jeg veit um slíka hluti hjer á landi.
Krossvefnaðarábreiða, gömul og merkileg er til í
Garði í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, hún er orðin
mjög slitin og fornfáleg. Ábreiða þessi var á hjeraðs-
sýningunni á Breiðumýri 1915 og tók jeg þá upp
munstrið. Það er nú prentað í uppdráttum þeim sem
Heimilisiðnaðarfjelag fslands gaf út 1928 (fyrri mapp-
an). — Uppdráttur þessi er mjög fallegur og fásjeður.
Margir hafa saumað og ofið eftir honum. T. d. er hann
saumaður í ábreiðuna, krosssaumuðu, frá Arnheiðar-
stöðum, sem er á 11. bls. á myndaörkinni hjer í bók-
inni.
Jeg hef aflað mjer nokkurra upplýsinga um ábreiðu
þessa frá húsfreyjunni i Garði, Matthildi Halldórsdótt-
ur. Hún skrifar: