Hlín - 01.01.1932, Síða 26
24
HUn
»Árið 1836 bjuggu á Stóruvöllum í Bárðardal hjónin
Benedikt Indriðason og Guðný Jónsdóttir. Guðný var
áður gift og hjet fyrri maður hennar Ásmundur. Guðný
og Ásmundur áttu 3 dætur barna og hjetu þær Guðný,
Herdís og Herborg. Þessar systur ófu allskonar vefnað
og þar á meðal þrjár ábreiður með krossvefnaði. —
Tvær af ábreiðunum voru með fangamarkinu H. og Á.,
en ein með stöfunum G. og Á., og er sú ábreiða eyði-
lögð. En ábreiðan, sem hjer er til, er ábreiða Herdísar,
móður Guðnýjar tengdamóður minnar.
Herborg var á Stóruvöllum alla æfi og veit jeg ekki,
hvort hennar ábreiða er þar, eða hún er eyðilögð.
Uppistaðan í ábreiðu Herdísar er tvinnaður togþráð-
ur, sortulitaður. Litirnir í munstrinu eru: Gult, rautt,
grænt og blátt. Blái liturinn er indigólitur. Græni lit-
urinn heldur Guðný- tengdamóðir mín, að sje einhvers-
konar jurtalitur, rent yfir í blásteini. Rauða litinn og
gula litinn veit hún ekki um, en guli liturinn er alveg
eins og einn laufliturinn, sem jeg lita«.
Þá er gömul, krossofin ábreiða með bekkjum til á
Munkaþverá í Eyjafirði, mjög lítið slitin, vönduð og
vel meðfarin. Munstur úr þessari ábreiðu var tekið upp
í fyrri möppuna af uppdráttum H. I.
f Munkaþverárkirkju er sessa krossofin. { ögri við
ísafjarðardjúp er og sessa krossofin.
Jeg hef ekki rekist á fleiri krossofna muni utan
Þjóðmenjasafnsins og svo þá, sem áður er frá skýrt úr
Austfirðingafjórðungi.
(Jeg vil geta þess um leið til gamans, að þegar jeg
hafði sýninguna í Björgvin 1924, var jeg, ásamt fleiri
löndum í heimboði hjá Pjetri biskup Hognestad. Bisk-
upsfrúin er mikill vefari, og hafði hún meðal annars
ofið krossofna gólfábreiðu á skrifstofugólf mannsins
SÍns, og ekki nóg með það, heldur hafði hún einnig ofið