Hlín - 01.01.1932, Qupperneq 27
HUn
25
ábreiður á gólfið handa 3—4 börnum sínum, sem voru
farin að heiman. — Þetta er mikið þrekvirki).
H. B.
í sambandi Við það, sem frú Sigrún hefur ritað hjer
að framan, hef jeg gaman af að láta þess getið, hvaða
konur það voru, sem áttu mestan og bestan þátt í því,
að hægt var að rifja upp íslenska glitið og togflosið
kringum 1920.
Þegar vefnaðarkenslan byrjaði á Akureyri 1918, þá
var mjer það þegar hið mesta áhugamál að láta rif ja
upp gömlu, íslensku vefnaðargerðirnar, sem til voru.
Jeg hafði að vísu sjálf lært gamla, islenska togflosið
kringum 1890 hjá Björgu Þórðardóttur frá Kjarna og
dóttur hennar, Björgu Jónsdóttur, konu Markúsar
skipstjóra. Þær mæðgurnar í Doktorshúsinu kendu'um
þær mundir mörgúm ungum stúlkum í Reykjavík flos
og krossvefnað.
Jeg mundi í aðalatriðum, hvernig flosið var unnið,
og með aðstoð vefnaðarkennarans, Brynhildar Ingvars-
dóttur og Þórdísar Stefánsdóttur, systurdóttur Bjarg-
ar frá Kjarna, hafðist upp á því. Aðalmunurinn á ís-
lenska og útlenda flosinu er sá, að það íslenska er
saumað — eflaust vegna sparnaðar, lykkjurnar geta
með því verið mikið styttri — og ofið svo á milli, en
það útlenda er kappmellað í uppistöðuna. (Við höfum
á seinni árum ekki notað dregið tog í flosið, heldur al-
gengt tog, unnið í verksmiðjum, en auðvitað er dregna
togið fallegast).
Undir kunnáttuna í íslenska glitvnu runnu margar
stoðir.
Ein af þeim fáu eldri konum, sem enn vefa íslenskt
glit, er Helga Eysteinsdóttir frá Kollsstöðum í Dala-
sýslu, nú í Eskiholti í Mýrasýslu. — Á Landsýningunm