Hlín - 01.01.1932, Síða 28
26
Hlín
*v
í Reykjavík 1921 var glitofin ábreiða eftir þessa konu.
Jeg kyntist syni Helgu á sýningunni og útvegaði hann
mjer uppskrift á glitinu hjá móður sinni.
Marselína Kristjánsdóttir frá Sigríðarstöðum í Ljósa-
vatnsskarði, nú á Akureyri, sem hafði ofið mikið af
glitáklæðum í æsku sinni, og mundi vel alt þar að lút-
andi, veitti okkur góða hjálp, sömuleiðis Þórdís
Stefánsdóttir. En drýgst var sú aðstoð, sem Brynhild-
ur veitti, hún hafði hi'na »teknisku« þekkingu á að
byggja, og með því að rekja upp gamlan vefnað, bæði
af flosi og glitvefnaði, tókst henni að fullvissa sig um
hvaða aðferðir hefðu verið notaðar.
Hin seinni ár hafa ekki verið notaðar aðrar aðferðir
við kenslu í gliti og flosi á námsskeiðum Heimilisiðn-
aðarfjelags fslands en þær íslensku. — Svo ætti það
að vera alstaðar hjer á landi, að íslensku gerðirnar
sætu í fyrirrúmi. Og heyrt hef jeg það haft eftir merk-
um vefnaðarkennara, að hann skammcíiðist sin fyrir að
hafa svo lengi notað útlendM aðferðimar við þennan
vefnað, hjer eftir dytti sjer ekki í hug að nota annað
en íslenskt glit og flos.
H. B.
Jurtalitir.
Margar konur hafa beðið mig að skrifa um jurtaliti
í »Hlín«, og ætla jeg því að reyna það, þó mjer finnist
jeg að vísu tæplega hafa nóga æfingu til þess að
fyrirsögnin um litina geti orðið verulega greinileg. —
Til dæmis hef jeg ekki vigtað nema fá litarefni, og
ekki æfinlega litið á klukkuna, þegar jeg lita. Best er
að byrja með litlum sýnishomum. Bæði pottur og lit-
arefni þarf að vera vel hreint og bandið blautt, þegar