Hlín - 01.01.1932, Side 29
Hlin
27
það er látið ofan í pottinn. Jurtirnar skola jeg úr volgu
vatni.
Jeg hef litað úr mörgum fleiri jurtum en þeim, sem
jeg skrifa um hjer, en þetta finst mjer nógu langt í
svipinn, en ef þið getið notað þessa fyrirsögn og óskið
eftir fleiri litum, tel jeg ekki eftir mjer að skrifa um
þá. Þetta eru þeir litir, sem jeg hef mest notað, og voru
margir af þeim á Landssýningunni.
Gulmurulitur.
Gulmuruna skal taka, þegar hún er í mestum blóma.
Hana þarf að sjóða nokkuð lengi, hálfan annan tíma,
til tvo. Bandið sýð jeg stundum með murunni seinasta
tímann, en þá vill fara rusl í bandið, en það getur mað-
ur losast við með því að færa lyngið upp úr og sýja
löginn, láta svo bandið ofan í og sjóða bandið í hálfan
klukkutíma (ef til vill er betra að sjóða það lengur).
Ef jeg ætla að lita fleiri liti úr gulmurunni, læt jeg
ögn af blásteini út í, helli svo dálitlu af gömlu hlandi
(keitu) út í, læt svo sumt af litaða bandinu ofan í og
hvítt band líka. Læt þetta liggja niðrí ofurlitla stund,
en ekki má liturinn sjóða. Þetta eiga að vera grænir
litir. En sumt af bandinu læt jeg vera eftir niðrí og
læt koma suðu í litinn, þá verður bandið brúnt. Þannig
má lita að minsta kosti þrjá brúna liti með mismun-
andi langri suðu.
Smáralitur.
Smárann skal taka, þegar hann er i mestum blóma,
best er að taka bara blómsturhnappinn. Smára má
þurka, en best held jeg sje að lita úr honum nýjum.
Jeg held að það sje rjett að nota því sem næst hálft
pund af þurkuðum smára á móti einu pundi af bandi.
Smárann sýð jeg dálitla stund, áður en jeg læt bandið
ofan í, sýð það svo ofurlitla stund; þetta verður ljós-