Hlín - 01.01.1932, Page 30
28
tílln
gult. — Ef jeg aetla að lita fleiri.liti, skifti jeg litar-
leginum, og læt álún í annan hlutann og tek sumt af
litaða bandinu og læt ofan í álúnslitinn og sýð örlitla
stund, þá verður bandið fagurgult. En í hinn hlutann
læt jeg blásteinsmola (það verður að gæta þess vel, að
blásteinninn sje vel runninn, þegar maður lætur band-
ið ofan í), bandið skal svo láta ofan í og sjóða litla
stund. Þetta band verður grænt. — Fleiri liti er hægt
að fá með því að taka bæði gula og græna hespu og
drepa þeim ofan í keitu, þá breytir það lit. — Þennan
lit er vandalítið að lita.
Litur úr guivíðislaufi.
Laufið skal taka á haustin, þegar það er orðið söln-
að, en best er að taka það áður en frost koma, því þá
getur það orðið ónýtt. — Ef ekki á að lita strax úr
laufinu, verður að geyma það þar sem það þornar, því
annars skemmist það.
Hálft pund þurkað lauf á móti einu pundi af bandi.
Þegar laufið er búið að sjóða % úr klukkustund, læt
jeg bandið ofan í pottinn. Ef jeg ætla að lita mismun-
andi dökka liti (shatteringu), byrja jeg vanalega á
ljósasta litnum, og læt jeg það band vera litla stund
niðri í, en eftir því lengur, sem jeg ætla að hafa litinn
dekkri. Þannig má lita að minsta kosti 4 liti með mis-
munandi langri suðu.
En svo má lita fleiri liti úr I^ufinu með því að skifta
litarleginum og láta ofurlítið af álúni í annan hlutann,
en blástein í hinn. Taka svo það af lituðu hespunum,
sem manni sýnist, og bregða ofan í, breytir þá bandið
lit; þannig koma tveir nýir litir. — Ennþá getur mað-
ur fengið nýjan lit með því að taka eitthvað af litaða
bandinu og bregða því ofan í keitu, þá breytir það lit.
Þessir litir eru allir blæfallegir, ef vel tekst.