Hlín - 01.01.1932, Side 32
30
ÉU/n
að láta búa þá til, þá um sumarið. Og enn voru nokkr-
ir, sem lögðu fram peninga, og sögðust þar með vilja
styrkja gott málefni.
Jeg var ráðin hjá fjelögunum í fjóra mánuði, kom
austur 28. apríl. Jeg athugaði fyrst garðana og byrjaði
vinnu mína á því að klippa trje í elstu görðunum og að
leggja vermireiti á stöku stað. Svo tók jeg til í görðum,
og frúrnar unnu með mjer sjálfar hver í sínum garði,
því ungu stúlkurnar voru ekki eins vanar við moldar-
verk. — í sumum görðum var mikið að gera, því þeim
var alveg gjörbreytt, mjer fanst þeir eitthvað svo ó-
hentugir eins og þeir voru.
Eitt af þeim kvenfjelögum, sem jeg starfaði hjá, var
í Vestdalseyri, þar setti jeg niður í matjurtagarða.
í júnílok, er jeg var búin að laga til í görðunum yfir-
leitt eins og jeg gat, byrjaði jeg að vinna í nýja skrúð-
garðinum, sem »Kvenfjelag Seyðisfjarðar« er að koma
upp. Gerði jeg fyrst teikningu af garðinum, er jeg fór
eftir, og er hún eign fjelagsins. — Garðurinn er ca. 40
fermetrar á stœrð. Kvenfjelag Seyðisfjarðar hefur lát-
ið reisa kirkju, stóra og veglega, og var garðurinn
lagður í kringum hana. Það er mikill dugnaður hjá
konunum að ráðast í þetta, og verður fallegur minnis-
varði um framtak kvenna.
Þriðja fjelagið, sem jeg starfaði hjá, er kvenfjelag-
ið »Kvik«. Það er líka mjög duglegt fjelag. Það á stórt
hús í bænum, þar sem það hefur heimili fyrir gamalt
fólk, og er það hið þarfasta mál, eins og allir vita.
Heimili þetta heitir: »Höfn«. Það á tún í kringum hús-
ið og garð, bæði með matjurtum og blómum. — Jeg
átti heima í »Höfn« um sumarið, og leið mjer þar mjög
vel. — Yfirleitt var ánægjulegt að starfa þarna hjá
kvenfjelögunum, eins og allsstaðar þar sem áhugi er
fyrir því sem verið er að gera.
Það eina sem skygði á hjá okkur í sumar, var tíðin,