Hlín - 01.01.1932, Síða 35
min g|*
kom aldrei dropi úr lofti frá því um sumarmál og
þangað til seint í júní, og var því ekki að undra þótt
spretta væri hægfara.
Jeg efast ekki um, að þarna megi rækta engu síður
en annarsstaðar á landinu. Jeg sáði t. d. um miðjan
maí á tveim stöðum í Staðarsveit blóm- og hvítkálsfræi
úti, og voru þær plöntur svo þroskalegar síðast, þegar
jeg sá þær, að jeg gæti vel trúað, að þær hafi sett höf-
uð í sumar. — Hvað mundi þá geta orðið í góðum
sumrum?
Þó að lítill árangur sjáist af þessu starfi mínu í vor,
vona jeg að það verði til þess, að þátttakan verði al-
mennari næst.
Jeg var ráðin í fjóra mánuði, frá fyrsta maí til
fyrsta október, en af því, hve fáir vildu nota sér þess-
ar leiðbeiningar, hafði jeg ekkert að gera svo lengi og
fór því, þegar kom fram um miðjan júlí.
Gnðný Bjömsdóttir frá Bessastöðum.
íslenskar ætijurtlr.
Lautin brekkan brosir hver,
ótal þúsund urtir spretta,
oss að gleðja, lækna, metta.
Skógur björg og skýli ljer.
Nú á dögum er mikið rætt og ritað um það, hve mat-
jurtirnar séu hollar til manneldis og sjálfsagt að nota
þær til fæðu vegna bætiefnanna, sem í þeim eru. í
plöntunum eru líka sölt og steinaefni, sem líkaminn
þarfnast.
Menn eru mjög hvattir til að rækta aðfluttar mat-
jurtategundir, og er það ekki nema gott og blessað, en
3