Hlín - 01.01.1932, Page 36
34
Hlin
það er gaman að athuga, hvort við ei'gum ekki til í
landinu sjálfu margt af bætiefnaríkum jurtum, sem
vaxa sjálfsánar á stórum svæðum nærri híbýlum vor-
um, ekki þarf að hafa áhyggjur af að útvega sjer fræ,
kosta til girðinga, áburðar eða umhirðingar. Þessar
matjurtir, sem öldum saman hafa verið notaðar af
þjóðinni, mætti a. m. k. nota ásamt þeim, sem eru út-
lendar að uppruna og sem, því miður, æði oft bregðast
af ýmsum orsökum.
Það er svo sem ekkert nýtt hjer á landi að nota vilt-
ar jurtir til manneldis. Landsmenn hafa frá fyrstu tíð
notað fjölmargt af þeim sjer til matar, þegar neyð
þrengdi að, til sparnaðar og til heilsubótar.
Á seinni öldum er farið að rækta aðfluttar ætijurtir
í öllum menningarlöndum, en svo langt sem sögur ná,
hafa jafnan ýms óhöpp orðið til að spilla hinum rækt-
aða jarðargróðri eða aðflutningi hans: Hallæri í ýms-
um myndum, ófriður milli þjóðanna o. s. frv. — Þá
hafa þjóðirnar jafnaðarlega gripið til þess, sem sjálf-
sáið spratt í landi þeirra, til að fullnægja þörf sinni til
ætijurta. Þar var ekki tekið af handahófi, heldur það,
sem notað hafði verið mann fram af manni, öld eftir
öld. Og það er sannpð, að sömu matjurtirnar hafa ver-
ið notaðar af öllum íbúum hinna norðlægu landa
hnattarins.*
En er það nú víst, að frumþjóðirnar hjer í norður-
höfum hafi þurft ætijurtir, eða hafi kært sig um þær?
Löngu áður en vísindin komu til sögunnar, hefur
* Sem dæmi þess, hve frumþjóðimar hafa verið einkermilega
fundvísar á munaðarvörurnar í jurtaríkinu, nefnir vísinda-
maður einn, Molisch að nafni, að allar þær 6 jurtaættir, sem
vísindin þekkja um víða veröld, og hafa »koffein« inni að
halda í einhverri mynd, hafi frumþjóðirnar fundið, og hag-
nýtt sjer hin örfandi áhrif þeirna. Þó hafi þessar jurtir
hvorki lit, lykt nje bragð, sem dragi athyglina að sjer.