Hlín - 01.01.1932, Side 37
HUn
35
féynsla þjóðanna sýnt og sannað, að enginn maður get-
ur til lengdar lifað án þess að neyta einhverrar fæðu
úr jurtaríkinu. Og þó jurtaefnin hafi ekki, af eðlileg-
um ástæðum, geymst vel gegnum aldirnar, þá hafa þó
nokkrar leyfar fundist í haugum og dysjum, sem sanna
að þessara efna hefur verið neytt.
í Osebergskipinu, sem fanst á Vestfold í Noregi um
aldamótin 1900, hafa t. d. fundist villiepli og ýmsar
aðrar leyfar af ætijurtum og korntegundum. — Ose-\
bergskipið er álitið að lagt hafi verið í jörðu um 840.
(Þessi haugur hefur Verið orpinn yfir konu, drottn-
ingu, þess er getið til, að þar sje grafin Ása, móðir
Hálfdánar svarta, amma Haraldar hárfagra).
í grafhaugi í Austur-Gautlandi í Svíþjóð hafa enn-
fremur fundist epli, sundurskorin, svo stór, að ástæða
er til að ætla að þar sje um ræktub epli að ræða. —
Hnotur og plómusteinar hafa fundist í fornmannahaug-
um í Noregi, og það þykjast menn hafa fyrir satt, að
bygg og fleiri korntegundir hafi verið til á Norður-
löndum, áður en sögur hófust.
í ferðasögu sinni til Thule, á 4. öld fyrir Krist, segir
Pyþeas frá Massilíu svo frá, að landsbúar lifi á korni,
viltvaxandi ávöxtum, rótum og berjum. — Annar róm-
verskur rithöfundur, Sólinus, segir að Thule sje frjó-
samt land, landsmenn lifi hjarðmannalífi á seinþrosk-
uðum jurtagróðri og mjólk, en til vetrarins geymi þeir
jurtir til manneldis. — Thule álíta seinni tíma vísinda-
menn (F. Nansen og A. Bugge) að sje vesturströnd
Noregs. — Hve mikið er á þessum gömlu sögnum að
byggja er vafasamt, en einhver fótur er eflaust fyrir
þeim.
Lifnaðarháttum Eskimóa við Smith-sund í vestur-
Grænlandi hefur verið rækilega lýst af vísindamanni
nokkrum (P. Freuchen), sem dvalið hefur hjá þeim
langvistum. Eskimóar þessir lifa á fxmmstigi, eru kjöt-
3*