Hlín - 01.01.1932, Side 38
36
HVn
og fiskætur, en aldrei, segir hann, að þeir sitji sig úr
færi að ná sjer í jurtafæðu, þegar þeir geta, þó neyð
þrengi þeim engin, enda borði þeir jurtirnar fremur
sjer til hressingar og gamans en til saðnings, þær sjeu
líka bæði fáar og smáar á þessum slóðum. Freuchen
segir að Eskimóarnir sjeu t. d. sólgnir í vetrarblómin
(það er steinbrjótstegund). Þegar þeir finni blómin við
skaflabrúnimar, eti þeir handfylli sína með góðri lyst.
(»Vetrarblómin blómgast allra plantna fyrst á vorin, í
apríl eða maí, og skreyta melkollana, sem standa upp
úr fönnunum«, segir »Flóra«.) Margar af ætijurtunum
borða Eskimóamir hráar, eins og þær koma fyrir, en
sumar sjóða þeir. Þeir leggja sjer til munns ber, blöð,
leggi og rætur, sveppa, þörunga og skófir, en mesta
góðgætið, segir Freuchen, að sjeu jurtir þær, sem tekn-
ar eru úr hreindýra- og moskusuxa-mögunum, það sje
hreinasta sælgæti, bærilegt að hressa sig á því, þegar
maður komi þreyttur heim úr langri fjallgöngu.
Eskimóar þessir hafa ekki lagsá að geyma ætijurtir
yfir veturinn, en það hafa Lapparnir, sem búa norðan
til í Noregi, þeir hafa lengi tíðkað að sjóða skarfakál
og súrur í litlu vatni og geyma í hreindýramögum,
geymist þetta frosið ágætlega vel.
Allar frásögur, sem menn hafa við að styðjast um
notkun ætijurta hjá þjóðunum hjer í norðurhöfum,
benda til þess, að það sje einmitt á vorin, sem þær hafi
verið mest borðaðar, þá muni líkaminn vera mest þurf-
andi fyrir fjörefnið í plöntunum, þá eru þær bragð-
bestar og þá var líka oft þröngt í búi hjá almenningi.
— Það er einmitt sá mikli kostur við hinar viltvaxandi
ætijurtir, að þær eru notkæfastwr snemma svmars, en
þær ræktuðu þroskast aftur síðsumars.
Það er gaman að athuga það, hvemig hinar ýmsu
ætijurtir hafa verið notaðar hjá norðlægum þjóðum,
sem maður hefur sö'gur af.