Hlín - 01.01.1932, Side 39
Hlin
37
Blöð, leggir og blóm.
Á vorin og fram eftir sumri eru blöð og leggir safa-
mikil, mjúk og bragðgóð, en þegar líður á sumarið og
kemur fram á haustið, fara þau að trjena og verða
seig og bragðlítil.
í norðlægum löndum hefur hvönnin verið mikið not-
uð, bæði blöð og leggir, en hana verður að taka snemma
sumars. »Hvannanjóli og nýtt smjör þótti mikið sæl-
gæti«, segja mjer greinagóðar konur frá Breiðafirði.
Eggert ólafsson segir frá því, að Sauðlauksdalur hafi
átt ítak í hólma, þar sem mikið var af hvannstóði, »þar
máttu 6 menn slá hvönn einn dag á ári«.
Hvannstóð er víða bæði mikið og stórvaxið hjer á
landi. Einn sá staður eru Hólmatungur við Jökulsá.
Þórður Flóventsson frá Svartárkoti í Bárðardal, fædd-
ur 1850, uppalinn á Hafursstöðum í öxarfirði segir, að
þegar þeir Ámi Jónsson, síðar prestur að Skútustöð-
um, hafi setið hjá sitt hvoru megin Jökulsár, hafi þeir
óspart etið hvannastrokka og hvannarætur. »Þá voru
hvannablöð og leggir notað í súpur og grauta«.
Hvannastrokkar geta orðið orðið 20 cm. að ummáli og
51/2 fet á hæð (»Flóra«). »Hvannagarðar« eru nefndir
í fyrstu kristni, en »Laukagarðar« er eldra nafn.* *
Alkunnug er sagan um hvann-njólann, sem ólafur
Tryggvason kom með til Þyri, konu sinnar, og vildi
gefa henni. Þá hefur hvönn að líkindum verið verslun-
arvara í Niðarósi. — I annál frá Lófót og Vesturál í
Noregi frá 1591 er hvöpnin kölluð »Vigtigste frugt« á
þeim slóðum.
Norðmenn nota enn í dag smásöxuð kúmenblöö
* »Grasgarður« er nefndur í draumi Ragnhildar, móður Har-
*
aldar hárfagra.