Hlín - 01.01.1932, Síða 40
88
HUn
(karvekaal) í kjötsúpur. Karvakálsúpan er sjálfsögð á
hverju norsku heimili á vorin.
Fléstir munu kannast við það frá æsku sinni, hve
súndeggir og blöö þóttu girnileg til átu. Súra er lystug
og holl, hvort heldur er soðin eða hrá.
»Vallar- og veggjarsúrur eru góðar í súpur og
grauta, einnig í salat«, segir Bjarni Pálsson, land-
læknir.
Allir íslendingar þekkja víst grasateiö, sem hjer var
notað fram eftir öllum öldum, áður en kaffi og Kóngó-
te ruddi sjer til rúms. Þar var soðið saman blóðberg,
vallhumall, rjúpnalauf og stundum ljónslappi. Mörg-
nm þótti þetta ágætur drykkur, og eflaust hefur hann
verið hollur. Blöðin mátti þurka og geyma. (Sumir
höfðu einir í te og beitilyng, líka murulauf og hellu-
hnoðra).
Þá segir Bjarni Pálsson, landlæknir, að smæran eða
vallarsmári'rm sé ágætismatur seyddur í mjólk. Smár-
inn segir hann að sje mikið notaður á hans dögum
sunnanlands. »At smjörs er vant, er smæra er fund-
in«, stendur í Hallsdrápu. Smárann má geyma til vetr-
ar í trjeíláti, og setja farg á«.
Algengasta og ágætasta blaðplantan, sem notuð hef-
ur verið í norðlægum löndum er skarfakáliö. Það vex
mjög víða hjer á landi, mest í eyjum og hólmum.
Skarfakálið er talið einhlýtt meðal við skyrbjúg, þeir
sem þess neyta, losast við þann illkynjaða sjúkdóm,
sem enn gerir vart við sig hjer á landi á stöku stað.
Að kálið er næringarmikið, sýnir sig best á því, hve
eygengið fje verður feikilega feitt af því að ganga í
káleyjum, sem kallaðar eru, við Bréiðafjörð. — í eyj-
um og hólmum á Breiðafirði er mjög mikið af skarfa-
káli. Á öldinni sem leið voru sóttir þangað heilir báts-
farmar af káli og fluttir til lands til manneldis. Graut-
ar úr nýju skarfakáli þótti besti matur, sjerstaklega
\