Hlín - 01.01.1932, Qupperneq 41
Hlin
39
var það gott í fuglakjötsúpur. Kálið var hreinsað,
þvegið og saxað, geymt í tunnum, ekki soðið fyr en
um leið og eldað var. Á kálinu myndaðist fljótt drukk-
ur, hann var líka notaður í súpurnar og súrsað í hon-
um slátur.
Eggei*t ólafsson segir að í Grímsey sje skarfakál
mikið notað, og þar hafi hann smakkað saft og »ex-
trakt« úr kálinu, og hafi það verið góður drykkur.
1 Þingeyjarsýslum var það siður að sækja skarfakál
norður á Sljettu til lækninga.
Þórunn Gísladóttir ljósmóðir frá Kálfafellskoti í
Fljótshverfi, sem hefur fengið viðurnefnið »Grasa-
Þórunn«, segir svo frá, að fjöruarfi hafi verið notaður
að nokkru leyti í skarfakálsstað í Skaftafellssýslu í
hennar ungdæmi. »Það varnaði bjúg og var gott til
matar, var saxað í súpur og grauta. Flutt langar leið-
ar á hestum«.
Bjarni landlæknir skrifari
»Fífilrótarlcmf, sem kemur upp með fyrstu mat-
jurtagrösum á sumrum, er ein sú hollasta fæða maga-
veikum. Skal saxa vel og sjóða í mysu eða vatnsbland-
aðri mjólk«. — Eftir Skaftáreldana var mikið af skyr-
bjúg hjer á landi, þá fyrirskipuðu landlæknir og Tho-
dal stiftamtmaður að nota fíflarótarblöð, og reyndust
þau öllu betri en skarfakál við veikinni. »Brúkun þess
helst enn við«, segir landlæknir, »þó helst hjá þeim
efnaðri í salati«.
(Fíflablöðkur voru matreiddar sem »spínat« á Arn-
heiðarstöðum í Fljótsdal fyrir nokkrum árum).
Það þótti.börnum í Reykjavík einkennilegar aðfarir,
er frakkneskir sjómenn fóru hjer upp um öll holt, áð-
ur en þau bygðust svo mjög, með körfur og hnífa og
stungu upp fíflablöð og tíndu í körfur sínar.
Helga Thorlacius, matreiðslukona, sem var ráðskona
hjá franska sendiherranum hjer í Reykjavík í 7 ár,