Hlín - 01.01.1932, Síða 46
44
HUn
kornhnefann, og mala það saman. átti að safna þessu
í 12. og 13. viku sumars, þá var það þroskað til
notkunar.*
Hvannafræin notuðu sumir í kaffibætis stað, þurk-
uðu þau og möluðu.**
Hnotur af ýmsu tagi hafa frá því sögur hófust, og
eflaust lengur, verið notaðar til manneldis í norðlæg-
um löndum, ólíklegt að þær hafi verið til hjer á landi,
en gaman er að skaftfellska máltækinu: »Nyt utan
kjarna«, um það sem. er innantómt.
Það er alkunnugt, að kúmen er mjög útbreitt um
land alt, og hefur lengi verið svo að segja eina krydd-
ið, sem hefur verið til að dreifa hjá íslenskum hús-
mæðrum, enda hafa þær notað sjer það óspart, haft
það í lummur, í kaffi, í slátur, í ofnbrauð, og allsstað-
ar er það til bóta, keimgott og bragðmikið, eins og all-
ar jurtir, sem vaxa svo norðarlega. — Það ætti að
rækta kúmen á hverju einasta íslensku heimili, en háfa
hemil á því, svo það fari ekki út um alt tún, það þykir
ekki bæta fóðurgrösin. Kúmenið hans Vísa-Gísla á
Hlíðarenda í Fljótshlíð, er dreift orðið um alla Hlíð-
ina. (Villilaukur vex líka til og frá í Hlíðinni, eftir
því sem greinagóður Hlíðungur segir mjer, á hann lfka
að vera frá tíð Vísa-Gísla).
Rætur og jarðstönglcvr.
Alt fram á vora daga hafa rætur af ýmsum jurtum
* Þórður frá SvartátkQti segist greinilega muna eftir atviki,
sem sýnir að konisúrur voru notaðar. 1864—68 voru hörð
ár á Norðurlandi, ísár, þá var Þórður sjónarvottur að því,
að fátækur bóndi fjekk börnum sínum fötur að tína í kom-
súrufræ, sem var þurkað og malað og svo blandað með mjöl-
hári í pottbrauð. Börnin tíndu á stuttum tíma í fjórðungs-
fötu.
** Grasa-Þórunn segist aldrei hafa notað annan kaffibæti,
hversdagslega, í sínum búskap, en þurkað hvannafræ,