Hlín - 01.01.1932, Qupperneq 48
u
min
þau gerðu það. — »Flóra« getur um að holtarætur hafi
verið notaðar til manneldis hjer á landi.
»Surtarepli<m segir Eggert ólafsson að sjeu notuð til
matar, það eru »berin« á elftingarrótinni, fulT"~af
forðanæringu, stundum á stærð við lítið kirsiber, seg-
/r Eggert. — Rótarepli þessi eru í Noregi kölluð »jard-
neter«« »og eru mjög eftirsótt af börnum á vorin«,
segir í gamalli kröniku.
Kartöflur, rófur og næpur hafa hjer, eins og í öðr-
um löndum, útrýmt hinum viltvaxandi rótum. Kartafl-
an var lengi að ná hjer fótfestu, eins og sjá má af því,
að 1890, eða rúmum 100 árum eftir að hún kom hingað
til lands, eru ræktaðar hjer einungis 3000 tunnur,
enda man gamalt fólk varla eftir kartöflunum, en gul-
rófur og næpur hafa eflaust verið ræktaðar hjer nokk-
uð alment 1 full hundrað ár. Fræið kom í verslanir óg
var mjög gott, eftir því sem gamalt fólk segir, en lengi
voru íslendingar tregir til að eta rófurnar soönar, og
eru sumir enn.*
Skófir og þörungar.
Sköflr.
Um fjallagrösin þarf ekki að fjölyrða, þau eru öll-
um íslendingum að góðu kunn, þau hafa átt góðan
þátt í því að halda lífinu í þjóðinni okkar í harðindum
með mjólkurdropanum úr kúnum. Þau hafa þann
mikla kost að geta geymst, án þess að missa ágæti sitt.
* Gunnar Hinriksson, vefari, sem er uppalinn í Fljótsdal í
Múlasýslu, segir að jarðepli hafi verið býsna algeng í sínu
ungdæmi þar um slóðir. Gunnar er nú á níræðisaldri. En
Fljótsdalshjerað var líka með fremstu hjeruðum í jarðepla-
rækt. — Það var alment til sveita alt fram um 1890 að nota
jarðepli eingöngu til hátíðabrigðis, í veislur og þegar góða
gesti bar að garði.- Á þeim árum var lítið flutt inn í landið
af jarðeplum, og % úr skeppu, sem ræktað var á mann á ári,
varð ekki til margskiftanna,