Hlín - 01.01.1932, Qupperneq 49
47
klin
Fjallagrös hafa verið mjög mikið notuð alt fram á
þennan síðasta mannsaldur, og eru, sem betur fer,
nokkuð notuð enn þann dag í dag. Mjer er sagt að
Mývetningar t. d. noti enn ystan grasagraut á sumr-
um og þyki góður matur, og margir nota enn fjalla-
grös handa þeim sem eru veilir í maga eða slæmir fyr-
ir brjósti. Fjallagrösin eru rík af mjölva og hafa því
mikið næringargildi. Það er alkunnugt, að það er mjög
gott að hafa fjallagrös í slátur, margir hafa það líka
samanvið í brauð, grösin drýgja mjög korn. íslensku
fjallagrösin ættu að vera verslunarvara, bæði innan-
lands og utan. Að flytja inn í landið fjallagrös frá út-
löndum er, held jeg, hámark íslenskrar ómensku.
Þðrungrar-
Þeir þörungar, sem hafa verið notaðir til manneldis
hjer á landi eru: 1) Purpurahimna, 2) Söl, 3) Maríu-
kjarni, 4) Fjörugrös.
»PurpuraMmwm er næringarmest allra þörunga
hjer við land. Brún með bláleitum blæ. Blöðin 16—20
cm. löng, 4—36 cm. breið. Purpurahimnan vex alls-
staðar kringum landið á klettum, í flæðarmáli, og víð-
ast hvar er mikið af henni«. (Dr. Helgi Jónsson).
»Skyldar tegundir eru ræktaðar í Japan og þykja
herramannsmatur« (Bj. Sæm.)
iSölin eru íslendingum best kunn, þau hafa verið not-
uð hjer á landi öldum saman. Allir kannast við frásögn
Egilssögu um sölin.
Á útmánuðum vaxa ný blöð fram á plöntu þessari,
einmitt á þeim tíma, sem lítið er um jurtafæðu. »Sölin
eru mjög góð fóðurjurt og ganga næst purpurahimn-
unni«, segir dr. H. J. »Vex víða mjög mikið af þeim,
og eflaust gætu þau orðið landsmönnum að mjög miklu
gagni, bæði til manneldis og til skepnufóðurs«.
Eggert ólafsson skýrir greinilega frá sölvunum og
notkun þeirra í ferðabók sinni. f Saurbænum í Dala-
I