Hlín - 01.01.1932, Síða 50
48
fílln
sýslu eru ellaust einna bestar sölvafjörur hjer á landi.
Þar vestra voru sölin, eins og reyndar víða annarstaðar,
verslunarvara. Þar eru til enn í dag svonefndar »Sölva-
rmmnagötur^. (I’jallvegurinn, sem liggur upp úr
Saurbænum ofan í Hrútafjörðinn). — Sölin í Saur-
bænum höfðu þann kost, að ekki þurfti að afvatna þau,
þar er mjög aðgrunt, og ár og lækir leika um sölin í
fjörunum, svo þau verða hæfilega sölt.
Þá eru sölvafjörur miklar við Eyrarbakka og Stokks-
eyri, þaðan voru seld söl austur um allar sýslur í
vættatali. »Sjeu sölin góð«, segir Bjarni Pálsson,
»jafnast engin fiskavætt við jafnvægi af þeim. — Þau
eru seld á Eyrarbakka á 20 fiska vættin«.
Sölin eru þurkuð vel og rifjuð sem hey. Þau eru
geymd á þurrum stað, oft troðið í tunnur eða skjóður,
stundum dregin upp á band »Sölvabönd«, þannig voru
þau flutt langar leiðar. Sölvabönd komu inn á Skógar-
strönd vestan undan Jökli. Eftir nokkurn tíma slær út
úr sölvunum hvítu efni, ekki ólíkt sykri, það er kölluð
»hneita«, verða þá sölin sæt á bragðið og lyktin »eins
og af besta tei«, segir Eggert ólafsson. Hann segir að
sölin sjeu mikið borðuð með harðfiski og smjöri. Söl-
in eru að jafnaði ekki soðin, heldur borðuð eins og þau
koma fyrir. — Bjarni Pálsson segir, að söl hafi oft
haldið fjölda manna við lífið í Ámes-, Rangárvalla- og
Skaftafellssýslum.
Þó það sje algengast að eta sölin hrá, þá eru þó
sagnir um, að sölin hafi verið soðin a. m. k. við
Breiðafjörð. »Soðin í þykka grauta, og hnoðað mjöli
uppí,þóttu það ágæt brauð«. (Sölvabrauð borðaði kona
úr Reykjavík í Búðardal í Dalasýslu á s. 1. sumri og
þótti henni það mjög Ijúffengt). »Það voru líka bún-
ir til grautar úr sölvum og haft mjöl saman við, en
þeir þóttu ekki góðir«. Þetta er frásögn greinagóðrar
konu frá Breiðafirði. Þess eru líka dæmi að söl voru