Hlín - 01.01.1932, Side 52
50
min
ir, fara að taka upp aftur notkun fjörugróðursins, til
manneldis, væri þeim alveg óhætt að styðjast við að-
ferðir feðra sinna í því efni, þæf reyndust vel.
Trú þjóðanna á ágæti matjurtanna er gömul, það
sýna ummæli Daníels spádómsbókar í Biblíunni, þar
sem skýrt er frá því, að 4 unglingar af Gyðingaættum,
sem Nebúkanesar konungur ljet ala upp á ríkiskostnað,
fengu leyfi til að nærast á kálmeti, því þeir vildu ekki
saurga sig á fæðu Babýloníumanna.
Að þessari tilraun lokinni sýndi það sig, að þessir
unglingar voru »fegurri ásýndum og féitari á hold en
þeir, sem átu við konungsborð. Og þar sem viturleik
og skilning þurfti við að hafa, voru þeir öllum fremri«.
Það liggur utan við verkahring þessarar ritgerðar að
skýra frá því, hvernig viltar jurtir hafa verið notaðar,
bæði til lyfja og tWli'hnuir í okkar þjóðfjelagi frá fyrstu
tíð. Hver einasti íslendingur, sem kominn er til vits og
ára, þekkir a. m. k. af orðspori, að hve miklu gagni
jurtirnar hafa verið í því efni.
Að öllu samanlögðu er það áreiðanlega ekki ofmælt,
sem ein »grasakonan« okkar gamla og góða sagði ný-
lega í viðtali, að vísu fremur við sjálfa sig en við gest
sinn: Blessuð grösin okka/r, blessuð grösin!
Hjer. á íslandi hafa ætijurtir eflaust verið notaðar
meira og almennara en hjá nágrannaþjóðum okkar á
Norðurlöndum. Við höfum litla sem enga kornrækt, við
erum afskekt, og höfum af ýmsum ástæðum átt örðugt
með að afla oss brauðkoms, við höfum því neyðst til að
nota það sem við höfum fundið ætilegt i landinu sjálfu.
Af útlendum ætijurtum hefur lítið verið ræktað alt
fram á þennan dag, bæði vegna kunnáttuleysis og
vegna trúleysis á landið. Ef tilraunirnar mistókust t. d.
vegna óhagstæðrar veðráttu í eitt skifti, þá var alt tal-
ið ómögulegt og árar lagðar í bát. — Af þessum ástæð-
um og fleirum, hefur fram á vora daga talsvert verið