Hlín - 01.01.1932, Side 53
tílh 51
notað af sjálfsánum ætijurtum, sem menn höfðu við
hendina og’ þekktu góð skil á af reynslunni.
Hin síðari árin hafa landsmenn lifað »í vellystingum
jiraktuglega« og vilja engir grasbítar vera. Það er
erfitt að kenna þeim átið, þó vísindin standi með ótal
sannanir í höndum um hollustu ætijurtanna og búdrýg-
indin, sem af notkun þeirra leiðir.
Garðyrkjukonur og menn, sem um hjeruðin fara,
þurfa að benda alþýðu manna á notkun tslensku æti-
•jurtanna, um leið og þeir kenna ræktun hinna erlendu
jurta, sem til allrar hamingju heppnast framyfir allar
vonir hjer á landi.
Á seinni árum hefur fslandi mikið aukist álit hjá
landsmönnum sjálfum. Það eru, að jeg held, mestu
framfai-irnar. Við trúum því nú, að landið okkar sje
gott land, ef vel er við það búið, og manni verður æfin-
legci að trú sinni. Ef við elskum landið, trúum á mögu-
leika þess og notum afurðir þess, gefur það þúsund-
falda uppskeru og miðlar af gæðum sínum ótakmarkað.
HdLldóra Bjarnadóttir.
íslenskt sjálfstœðismál.
i.
íslenska þjóðin hefur barist fyrir að verða sjálfstætt
ríki og telur sig með rjettu menningarþjóð.
Hugsjón þjóðarinnar er að byggja af eigin rammleik
landið, rækta það og fégra, að þjóðinni vegni hjer vel,
hún blómgist og vaxi að menningu í nútíð og framtíð.
Þetta er í stuttu máli hugsjón vor allra, sem felur í
4'