Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 54
ttUn
5 t
sjer œttjarðarást vora. Islendingar erum við og viljum
vera og vonum hins besta um framtíð lands og þjóðar.
En það liggur í augum uppi, að okkar litla þjóð muni
þurfa að taka á kröftum sínum tii þess að ná þessu
hugsjónatakmarki, að hún þurfi að halda einstakling-
unum vakandi og fá sem flesta með til framtaka og að
sýna þurfi vakandi ættjarðarást í verki.
Þær þjóðir, sem hafa barist fyrir tilveru sinni í hern-
aði, hafa orðið að leggja á fórnaraltari ættjarðarástar
sinnar líf og eignir þegnanna. Oftast hafa og þegn-
arnir, er svo stóð á, lagt sig og sitt fram af heiluni
huga og fúsum vilja. En ætti það þó ekki að vera mun
ánægjulegra að vinna að velgengni þjóðar sinnar á
friðsamlegan hátt með nýtum verkuni á andlegum eða
verklegum sviðum. En þó mun jafnan hættan á, að
þjóðaráhuginn dofni, ekki hvað síst í velgengni og góð-
æri. Þjóðin íslenska á að sjálfsögðu góða ættjarðarvini,
sem vinna hver í sínum verkahring trúlega og vel fyr-
ir fósturlandið. Þó mun sá flokkur fjölmennari, sem
ekki finnur eða skilur, að hann sje kallaður til að vinna
sjerstaklega fyrir þjóðina. Framtíðarhugsjón þjóðar-
innar er þeim þokukend og þeir finna sig ekki knúða
til að fórna þeirri hugsjón neinu. En það er einmitt
það, sem við öll þurfum að gera okkur ljóst, að við get-
um öll unnið nokkuð fyrir þjóðarhugsjón vora og hjálp-
að til að gera hana að veruleika, og án skilnings al-
mennings og þátt-töku þar til, verður hún sennilega
aidrei veruleiki.
Flestir verða að gera sjer það að góðu að vera ó-
breyttir liðsmenn eða þegnar þjóðfjelagsins, en ekki
foringjar eða metorðamenn, sem margir kjósa þó helst.
Þessi fjölmennasti flokkur þarf að skilja sitt þegnlega
hlutverk til sjálfsbjargar þjóð sinni. Lítum á ástæð-
urnar eins og þær eru nú: Fjárhagsvandræði, éhófleg
kaup erlendrar vöru, og við gerumst óþjóðiegri í klæða-