Hlín - 01.01.1932, Side 55
53
Hlln
burði og matarhæfi með hverju ári. sem líður. Menn
kenna góðærinu um, en það er í rauninni engin fram-
bærileg afsökun þjóðinni.
Allir þessir hlutir tala sínu máli um ótrúmennsku
ei'nstaklinga þjóðfjelagsins. Og ef góðæri hefur svæft
þjóðina íslensku, ættu nú að vera svo erfiðir tímar, að
mál væri ■ að vakna. Við getum sýnt ættjörðinni trú-
mennsku í daglegu lífi okkar: í klæðaburði, í matar-
háttum og í málfari. fslendingar nútímans gerast ætt-
lerar og alls óverðugir arftakar fornrar, íslenskrar
menningar, ef þeir skilja nú ekki aðstöðu sína og köll-
un. Við verðum að halda áfram að vera íslensk menn-
ingarþjóð, meta betur þau skilyrði, sem ættjörðin býð-
ur til framfærslu og hefja á ný og ávaxta það> sem
þjóðlegt er, gott og gilt og má verða oss enn til bjarg-
ar. Lífið sjálft, æfin okkar, er mest hversdagslegir at-
burðir og viðfangsefni, hvert af öðru, og það verður
aðeins hátíðlegt og sigursælt megni andinn að ná tök-
um á hversdagslegum hlutverkum daglegs lífs og í-
klæða þau krafti hugsjóna og vona, sem stefna að
settu marki. — íslendingurinn má ekki hlaupa frá við-
fangsefni sínu, ekki seilast um of eftir því fjarlæga,
með því lítilsvirðir hann oft það þjóðlega og heilnæma.
—Á byltinga- og breytingatímum, þegar margar leiðir
virðast færar og margt um að velja, þá reynir á mátt
andans hjá lítilli þjóð að velja það sem samrímist þjóð-
arháttum og sem þjóðarandinn getur lagt undir sig, án
þess að það geri þjóðina sundurgerðarlega og ósam-
ræmislega.
Það hafa verið hjer byltingatímar í þjóðarháttum og
nú leggja erfiðari timar sinn reynsludóm á allt hið
nýja. — Það er mikið um háar kröfur æskulýðsins til
lífsþæginda og- nautna, það er þó varhugaverð stefna.
Það er líklega fremur eðlilegt íslendingum að gera há-
ar kröfur fyrir sig. Jeg býst við að þjóðin sje í eðli