Hlín - 01.01.1932, Page 56
54
Hlin
sínu stórlát og vilji nauðug lúta að litlu. En stórlæti
er ekki dygð, nema það komi fram á þann mikilmann-
lega hátt að gera fyrst háa kröfu til sjálfs sín og skapa
svo sameiginlega með samtaki og framtaki svo trausta
undirstöðu þjóðinni til framfærslu, að hægt sje að
uppfylla háar og göfugar menningarkröfur. Þá má
segja, að vor þjóðlega hugsjón sje að ná 'fótfestu í
einstaklingslífinu, svo sem hún þarf að gera.
n.
fslendingar munu jafnan þurfa að sækja margar
vörur til útlanda, það er því óeðlilegt að við nú skuium
ekki kunna að nota betur og meta vel það sem þjóðar-
búið á og gefur af sjer. Það mundi auka okkur sjálf-
stæði að vinna sjálf vel og kostgæfilega það efni sem
hjer fæst. Og það mundi skapa talsvert öryggi og gera
þjóðina óháðari erlendum viðskiftum.
Fyrir 50 árum var ætlast til þess að íslenskar hús-
freyjur ynnu með heimafólki sínu að vetrinum allan
fatnað á heimamenn, einnig stundum -nokkuð til sölu
af vaðmálum eða prjónlesi. Alt úr heimafenginni ull.
Einnig var unnið heima til rúmfata, pokar til vöru-
flutninga og spunnið í net til veiðiskapar. Þurftu hús-
freyjurnar því að hafa mikla æfingu og kunnáttu í
hverskonar ullarvinnu og fatagerð eftir þvísem þátíðk-
aðist. Þær hafa þurft að vera stjórnsamar og hafa gott
skipulag á vinnuliði sínu. Þá voru og engir skór notað-
ir eða sjóklæði nema úr heimaverkuðum skinnum og
alt saumað og haldið við á heimilunum. — Við skiljum
það illa nú, hvernig öll þessi vinna varð framkvæmd
að vetrinum til við ljeleg ljós og með ófullkomnum
tækjum, og þó er eldra fólkið hjer flest uppabð við
þessi klæði og kjör. Það varð hraust og glaðvært, svo
að sumir segja að nú sjáist ekki eins fjörugir og kátir