Hlín - 01.01.1932, Side 57
55
Hlín
æskumenn og áður var. Verður manni því að hugsa að
eldri lifnaðarhættir hafi verið heilsusamlegri. Nú sætir
það fádæmum, að heimilin vinni fatnað sinn sjálf,
nema að litlu leyti. Við nútíðarkonumar höfum komið
okkur á það lag að láta hina útlendu Gilitrutt vinna
að mestu föt okkar. Þó hafa einstöku sveitaheimili alt
af haft lag á að vinna mikið heima, mest alt til ytri-
slitfata, aha sokka og nærfatnað og nokkuð til sængur-
fata og stofubúnaðar. Fólkið á þessum heimilum hefur
verið sómasamlega og jafnvel mjög laglega klætt, þar
sem vinnukunnátta var best. (Þó býst jeg við, að síð-
ustu 20 árin hafi allir að heita má notað útlent efni til
sparifata). Tii þess að húsmóðirin geti látið vinna til
muna ullarvinnu á heimilinu, þarf hún að hafa ráð á
dálitlum vinnukrafti til þeirra hluta, en fólkið er nú
fyrst mjög afskamtað og svo kann yngra fólk lítt til
ullarvinnu. En það sem víða hefur alveg farið með alt
þessháttar, er að íslensk klæði hafa ekki þótt nógu fín
og fáir viljað ganga í þeim. Þó er það í raun og veru
játning allra, sem íslenskum klæðum hafa slitið, að
þau sjeu mjög hlý, haldgóð og hrindi frá sjer óhrein-
indum eins og góð uHarföt jafnan gera. En það er nú-
tíðarmál að keppa að því, að innlendur fatnaður þyki
nógu fagur og þægilegur, svo þjóðin vilji nota hann.
Það þarf að verða róttæk endurreisn, sem öll þjóðin
styður: Almenningur með eftirspurn á íslenskum dúk-
um og klæðum, og kostgæfni í vinnubrögðum þeirra,
sem við iðnina fást. Við þurfum skáld og listamenn á
sviði iðnaðarins íslenska, svo að handbragð og vöndun
vinnunnar verði sem best. Nú er hin hentuga tíð, þeg-
ar þjóð vor borgar geymshigjöld erlendis fyrir óseljan-
lega ull, en allmikið er um atvinnuleysi og kaupgetu-
leysi í landinu.
Það tvent hefur gert ullarverksmiðjunum íslensku
erfitt fyrir, sem sje hátt kaupgjald fyrir vinnuna og