Hlín - 01.01.1932, Síða 58
56
HUn
lftil eftirsþurn almenning's á vörunni. Það er í rauninni
alveg það sama, sem hefur drepið niður heimilisiðnað-
inn (og hamlað öðrum íslenskum iðngreinum). Fólkið
til vinnunnar of dýrt og lítt fáanlegt, og framleiðslan
ekki þótt nógu eftirsóknarverð. — Börnin, sem voru
klædd íslenskum klæðum í uppvextinum, breyttu til,
þegar þau gátu valið sjálf, og allmargir klæðast aldrei
íslenskri flík. Þannig hefur það gengið um hríð, að
þjóð vor hefur virt að vettugi þau haldgóðu og ágætu
klæði, sem unnin eru og vinna má úr íslensku efni. En
eins og nú stendur á er það brýn nauðsyn að bindast
samtökum í því skyni að takast megi að framleiða nóg
íslensk klæði svo útlitsgóð og vönduð sem unt er, og
hafa þau í verslunum til kaups fyrir það' marga fólk,
sem ekki hefur aðstæður til að koma þeim upp sjálft.
Mjer finst það sjer í lagi eiga að vera hlutverk S. f.
S. og kaupfjelaga landsins, sem hafa það starf að um-
setja vörur bænda og styðja íslenskt alþýðufólk í
sjálfsbjargarviðleitni sinni, að hafa nú útvegun um, að
íslensk tilbúin klæði fáist í verslunum fjelaganna. Er
það og góð byrjun hjá þeim að hafa nú karlmanna-
klæðnaði tilbúna þar, en það er aðeins byrjunin. Þar
þarf að fást allskonar fatnaður, sem við getum fram-
leitt á eldri og yngri. — Og svo þurfa kvenfjelögin, eða
einhver annar þjóðlegur fjelagsskapur á hverjum stað,
að fá sitt kaupfjelag til að taka höndum saman við
heimilisiðnaðinn honum til eflingar. — Hjer mætti að
sjálfsögðu búa til þá allra bestu yfirfrakka. íslensku
ullarverksmiðjurnar vinna góð frakkatau og margskon-
ar. Mætti gera mjög hlýja frakka tii vetrarnotkunar
með því að fóðra þá kliptum og þar til verkuðum
kindaskinnum, sem nú er ljeleg verslunarvara. Islend-
ingar þurfa oft -hlýrra ytrifata við, svo algengt sem
það nú er, að menn ferðist í köldu veðri langa vegu í
opnum bílum, og mæta þá oft hindrunum og bið úti á