Hlín - 01.01.1932, Page 59
Hlín
57
víðavangi. Kvenkápur íslenskar þyrftu að fást tilbún-
ar. Mætti að sjálfsögðu búa til failegar kápur og prýða
þær íslenskum skinnum, þegar það þætti við eiga. —
Drengjaföt og telpukápur er sama að segja um, það
þarf alt að fást tilbúið í dálitlu úrvali, einnig slitbuxur
og stakkar á karla, eldri og yngri. Kjóladúkar íslensk-
ir eru máske fremur fábreyttir nú, en það mundi bætt
við meiri eftirspurn. Möguleika til þess hafa erlendar
ullarverksmiðjur sýnt. ' Til stofubúnaðar, svo sem í
dyratjöld, veggtjöld, sessur, ábreiður og borðdúka, eru
íslenskir verksmiðjudúkar vel hæfir. Ættu þeir, sem
ekki hafa ástæður til að vefa stofubúnað sinn heima,
að taka þá fram yfir útlent efni. íslenskir dúkar frá
ullarverksmiðjunum hjer eru mjög endingargóðir og
útlitsgóðir í sliti og þola þvott betur en aðrir ullardúk-
ar, sem jeg hef kynst.
í sambandi við gærurotun S. í. S. þyrfti sem fyrst
að geta komist á fullkomin sútunarvinnustöð, svo að
ísl. skinn og húðir mættu að notum koma þar sem þau
henta. Það hafa ýmsir hreyft því máli og skilið nauð-
syn þess, vonandi að efnalegt ráðaleysi hamli þar ekki
þörfum framkvæmdum. Þætti mjer líklegt, að úr sauð-
skinnunum mætti búa til fatnað, sem komið gæti í stað
allskonar »gúmmí«-fata og regnfata erlendra, sem við
nú notum, og þjóðin væri að betur búin. Að sjálfsögðu
mætti búa til úr þeim: treyjur, húfur og vetlinga, sem,
mikið er keypt af frá útlöndum. Auk þess eru óverk-
uð skinn og húðir, eins og' við bjóðum þá vöru nú, svo
að kalla verðlaus vara. Og auk fatnaðarins, sem jeg
nefndi, þurfum við verkuð skinn og húðir til margs
annars svo sem til skófatnaðar, reiðtýgja, aktýgja og
fleira. Þegar skinnin okkar verða sútuð hjer, getum
við framleitt allskonar reiðfatnað karla og kvenna í
góðu lagi. — Væri mjög æskilegt að S. í. S. sæi sjer
fært að verðlauna ofurlítið góðar nýjungar eða fyrir-