Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 60
58
Hlin
\
mjmdir í fatagerð eða heimilisáhaldagerð, þar sem
framleiðsluvöru r bænda væru líklegar til að koma frek-
ar að notum en nú er.
Þá kem jeg að þeim fatnaði, sem jeg vil álíta að
þjóðin geti framleitt í vetrarvinnu, sem fylti ögn upp
í eyðumar, þegar lítið er um atvinnu, og vetrarvinnan
ætti þá um leið að vera ódýrari. Þessi fatnaður er:
Allskonar nærfatnaður, peysur, barnakyrtlar, húfur,
treflar, vetlingar og sokkar, alt af ýmsri gerð og stærð,
vel útlítandi og vandað. Dettur mjer í hug, að kven-
fjelög eða konur væru líklegastar til forgöngu, og
kveddu þær svo kaupf jelögin til aðstoðar. Færu þess á
leit við þau, til þess að auka heimilisiðnaðinn, að þau
hefðu til sölu — með haustnóttum — nóga lopa og líka
band úr I. flokks ull með tilkostnaðarverði. Svo að fólk
gæti þá strax, er tóm gefst, tekið til að vinna áður-
nefndan fatnað á sig og sína og til sölu. Þyrftu kaup-
fjelögi'n, ef til þessa kæmi, að vera sjer út um að fá
Velvinnandi fólk kaupstaðanna, eða þá sveitafólk, sem
kaupstaðirnir nú ekki geta tekið í vinnu, til þess að
vinna úr lopunum eða bandinu áðurnefndan fatnað,
fyrir ákvæðisverð. Til þess að þau gætu jafnan selt og
sýnt góðan, íslenskan fatnað þeim viðskiftamönnum,
sem ekki geta framleitt hann sjálfir. Einnig væri lík-
legt að fólk, sem vildi leggja inn í fjelög sín heima-
.unninn fatnað, gæfi sig fram við fjelögin. Væri nauð-
synlegt að kaupfjelagsverslanir hefðu til þessara út-
vega einhvem þann mann, karl eða konu, sem bæri vel
skyn á ullarvinnu og fataútlit og gæti verið leiðbein-
andi í þeim efnum.
Þá þyrfti og Heimilisiðnaðarfjelag fslands að leggja
til verðtaxta eða verðskrá á ísl. heimilisvinnu, prjón-
les og vefnað, sem gæti verið til stuðnings og sam-
ræmis á verðlagi vörunnar, þó tillit yrði jafnan að
taka til sjerstakra gæða eða galla.