Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 61
59
HUn
Það er hugmynd mín, að með þessum stuðningi og
milligöngu kaupfjelaganna, mætti koma aftur af stað
talsverðri vetrarvinnu á íslenskum fatnaði, sem vel
vinnandi fólk, þó það sje ekki iðnlært, gæti framkvæmt,
án þess þó að fjelögin legðu í sjerlegan kostnað. Þau
ættu að geta komist í samband við velvirinandi fólk og
einnig haft það í hendi sjer að framboð á vörunni væri
nokkuð í rjettu hlutfalli við eftirspurn, eftir því sem
reynslan kendi þeim.
Sjerhver sveitabóndi og sveitahúsfreyja munu nú
þegar verða að taka þá afstöðu, sem kringumstæðurn-
ar hafa knúið fram, sem er að búa sem mest að sínu
og forðast sem mest kaup, og þó einkum þess útlenda.
Verður þá helst til ráða að hverfa að ýmsum eldri hátt-
um. Hvernig eigum við að lifa sem sæmilegast við ís-
lensk föt og fæði? Það er spurning, sem hver og einn
reynir að svara á sínu heimili. — Jeg býst við að skó-
fatnaðarmálum okkar sje ekki svo langt komið, að ís-
lensk framleiðsla geti aukist til muna á næstunni, eink-
um þar sem sútun vantar. Að líkindum verður sveita-
fólk að taka upp aftur sinn gamla heimagerða skó-
fatnað til hversdags nota. Eru þó ýms vandkvæði þar
á. Kindaskinnin nu eru verri en áður var til skógerðar,
þar sem nú eru nær engin sauðaskinn og óvíða hægt
að reykja skinn. Skinnin voru áður, eins og við vitum,
sortulyngslituð, barkarlituð eða blásteinslituð og svo
hert og geymd í reyk. Svo er það stóra atriði, að mikla
vinnu útheimtir þessi skógerð og viðhald skónna. Víð-
ast var skógerðin kvennavinna, en nú er fátt um kven-
fólk í sveitinni. Sumstaðar er húsfreyjan eini vinnandi
kvenmaðurinn á heimilinu. — Jeg held að það væri
reynandi að taka upp það ráð að ætla hverjum verk-
færum heimilismanni — körlum jafnt sem konum —■
að sauma og halda við skóm sínum. Þetta hefur tíðk-