Hlín - 01.01.1932, Side 62
60
Hltn
ast f Skaftafellssyslu og virðist rjettlátt. Málshátturinn
segir, að enginn sje of góður sjálfum sjer að þjóna.
Piltar hefðu gott af að taka ögn þátt í »að þjóna sjer«
sem kallað er. Það hefur of mjög viðgengist hjer, að
þeir ætlist til, að stúlkur," sjeu látnar bera alla um-
hyggju fyrir fatnaði þeirra, og það kemur oft órjettlát-
lega niður á stúlkunum sem aukavinna. Það væri spor
í áttina til jafnrjettis á heimilunum, að karlar sæju
alveg um skófatnað sinn.
III.
Jeg vil enda þessar hugleiðingar með áskorun til
allra þjóðrækinna fslendinga að láta þessi mál til sín
taka á þann hátt sem við á á hverjum stað. — Það er
mjög áríðandi, að skólakennarar landsins noti sín
tækifæri, til þess að innræta æskulýðnum trúmensku
gagnvart þjóð sinni einnig í þessum hversdagslegu efn-
um, er snerta klæði og fæði.
/Hin rjetta þjóðrækni mun alls ekki standa í vegi fyr-
ir því, að hjer megi upp vaxa góðir heimsborgarar.
Staðháttamunur á hnettinum verður ekki burtstrikað-
ur að sinni. Allar þjóðir, sem hafa staðist straum tím-
anna, hafa orðið að gerast þess megnugar að sníða sjer
sinn sjerstaka þjóðháttastakk og nota sitt, og það helst
með þeim árangri að betra þætti og »sælt heima hvað«.
Ef við fyrirverðum okkur fyrir að nota það, sem
gera má úr íslensku efní,,eða höfum ekki manndáð til
að vinna frambærilega vöru úr íslenskum afurðum,
heldur öpum aðrar þjóðir í blindni, þá verður okkar
fámenna þjóð fátækari og ósjálfstæðari með hverju ári
sem líður, og þá hafa aðrar þjóðir rjett til að lítilsvirða
oss. En annars og betra hlutskiftis óskum við öll ís-
lenskri þjóð.
Elín Vigfúsdóttir, Laxamýri.