Hlín - 01.01.1932, Side 63
61
tilín
Skólaeldhús.
Eftir Guðrúnu Jensdóttw', skólaeldhúskennara.
' Nú á tímum er mikið rætt og ritað um nýjar stefn-
ur og aðferðir í uppeldis- og fræðslumálum. Allar þess-
ar aðferðir eiga það sameiginlegt, að þær eru tilraunir
í þá átt að fá börnin til að hugsa og starfa sem mest
sjálf, og á þann veg, sem þeim er eðlilegast, en ekki
aðeins að veita viðtöku þeim skömtum fræðslu og þekk-
ingar, sem kennaramir miðla þeim.
Skólaeldhúsin eru einn þátturinn í þessari nýju
stefnu í fræðslumálum. Þau eru vinnuskóli skólatelpna
í heimilisstörfum, en jafnframt er þar veitt, eða er
hægt að veita þar töluverða bóklega fræðslu.
Flestum, sem eitthvað kynnast skólaeldhúsunum,
verður þelgott til þeirra. Börnin þrá mjög þessa til-
breytni frá bóklega náminu, og<mæðumar finna brátt,
að litlu stúlkurnar þeirra eru fúsari til að hjálpal til
við heimilisverkin eftir en áður.
f skólaeldhúsunum eiga stúlkurnar að læra rjett
handtök og hreyfingar við vinnuna og æfa þau sem
best. Fjölbreytni í störfum og hreyfingum gerir skóla-
eldhússtarfið skemtilegt. Skólaeldhúsin standa að því
leyti vel að vígi, að námsgreinarnar þar eru bein afrás
fyrir starfshvötina, sem öllum heilbrigðum börnum er
eðlileg og meðfædd. — Reynslan virðist sýna, að starfs-
hvöt barna beinlínis dofnar við margra ára setu á
skólabekkjunum, einkum á unglingsárunum 13—17
ára. — Verkefni kennaranna í skólaeldhúsinu. verður
þá það fyrst og fremst að lofa stúlkunum að fylgja
starfshvötinni og hlynna að henni hjá þeim.
Hvað læra þá bömin eða telpurnar í skólaeldhúsun-
um?
Jeg sagði áðan, að flestum yrði hlýtt til skólaeldhús-