Hlín - 01.01.1932, Síða 66
64
Hlin
tímar til fæðuefnafræði í eldhúsunum, auk verklegu
tímanna, einu sinni í viku, einn tími í senn.
Skólaeldhúskennarinn þarf að setja sjer það mark-
mið meði kenslunni að auðga nemendur síha að heil-
brigðum skoðunum og venjum í mataræði og heimilis-
störfum, og efla velvild þeirra til heimilanna og hjálp-
fýsi'.
Hjá mörgum þjóðum er framhaldsnám í þessari
námsgrein veitt á unglingsárunum, frá 14—18 ára, í
kvöldskólum og unglingaskólum, og er þá bygt á skóla-
eldhúsfræðslunni sem undirstöðu.
Hingað til hefur þetta nám aðallega náð til stúlkna,
en drengir hafa í stað þess lært smíðar, en vert væri
að athuga, hvort ekki mætti koma á líku námi fyrir
drengi líka.
Flestir, sem eitthvað hugsa um þetta mál, eru á
þeirri skoðun, að best sje að kennarar, sem kenna í
skólaeldhúsum, hafi jafn mikla bóklega mentun og
aðrir bamakennarar og hafi lært uppeldisfræði, auk
þeirrar fræðslu sem útheimtist sjerstaklega til að
kenna í skólaeldhúsum.
Hjer á landi eru enn ekki nema þrjú skólaeldhús,
sem jeg veit um, tvö í Reykjavík og eitt á Akureyri.
Búast má við, að þau komist á smátt og smátt í kaup-
stöðum, en í sveitum er þeirra ef til vill ekki eins mikil
þörf enn þá, en til þess að bæta úr þessu að nokkru,
mætti halda námskeið að vorinu og haustinu handa
unglingsstúlkum á aldrinum 13-—17 ára, þar sem veitt
væri verkleg og bókleg fræðsla, Hkt því sem er í skóla-
eldhúsunum.