Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 67
Hlín
65
Minningar
um frú Margrétu Sigurðardóttur frá Hallormsstað.
Það var í júnímánaðarbyrjun árið 1884, að faðir
minn sendi mig austur að Bjarnanesi í Nesjum í
Hornafirði. Veturinn næsta á undan hafði ég verið til
sjóróðra suður á Garðsskaga í Gullbringusýslu. Þaðan
fór ég, ásamt öðrum ungling, á sama reki og ég, gang-
andi austur í Álftaver í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar
bjuggu foreldrar mínir, Sigurður bóndi Nikulásson og
Rannveig Bjarnadóttir, á bænum Þykkvabæjarklaustri.
Jeg var þá á 16. ári. — Dvölin heima var mjög stutt.
Það var búið að semja um það við sjera Jón prófast
Jónsson í Bjarnanesi, að jeg yrði þar sumarmaður, þá
um sumarið, og fengi að launum kenslu allan næsta
vetur. Þetta fjekk jeg að vita, þegar heim kom, og
gladdi það mig mjög, ekki þó af því, að þráin til að
læra væri mikil, heldur vegna þess, að metnaðarþráin
var lifandi og rík. Samningana hjer að lútandi hafði
annast frændi minn, sem heima átti austur í Horna-
firði, en seinna kom það í ljós, að hann var ekki athug-
ull um þetta, og mun þar að auki hafa verið fljótfær.
Það var á sunnudag, laust eftir messu, að jeg kom
að Bjarnanesi. Fólkið var alt prúðbúið, og miklu betur
til fara en jeg átti að venjast. ósjálfrátt leit jeg niður
á föt mín. Búningur minn þoldi engan samanburð.
Ermarnar á treyjunni náðu fram á miðja framhand-
leggi og buxurnar ofan á miðja fótleggi. Fötin voru
heimaunnin. Jeg hafði meðferðis brjef til sjera Jóns
frá föður mínum. — Það var hópur manna á hlaðinu,
en jeg gat strax til þess, hver af þeim prófasturinn
mundi vera og rjetti honum brjefið. Feiminn var jeg
5