Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 68
66 Hlin
mjög og óframfærinn og þekti þar engan mann. Þegar
prófasturinn tók við brjefinu, bar hann það alveg upp
að augunum og þurfti að halla andlitinu til hliðar, til
þess að reka ekki nefið í brjefið. Mjer varð mjög star-
sýnt á þetta, því að svo nærsýnan mann hafði jeg
aldrei sjeð. Hann hljóp yfir
brjefið í snatri, kvaðst kann-
ast við hver jeg væri og ljet
fylgja mjer inn í piltahúsið.
Um það gekk heimafólkið,
þegar það gekk upp á bað-
stofuloftið, eða þaðan út. Jeg
sat nú þarna í piltahúsinu
eins og brúða. Fáir af þeim,
sem um gengu, yrtu á mig
og jeg yrti á engan. Sú hugs-
un, að jeg væri algerlega
einmana og ástvinalaus lagð-
ist á mig eins og farg.
Loksins kom prófastur-
inn til mín og bað mig að
finna sig fram í stofu. Erindið var það, að tala við fnig
um brjefið frá föður mínum og vistarsamningana.
Hann sagði mjer, að ekkert stæði heima af því, sem
frændi minn hefði sagt föður mínum. Það hefði þannig
alls ekki verið tilætlunin, að jeg ætti að fá kennslu
ókeypis, ásamt húsnæði og fæði allan veturinn/ fyrir
vinnu mína um sumarið. Þó að jeg væri að sjá efnileg-
ur drengur, mundi jeg alls ekki geta unnið fyrir svo
háu kaupi. Fleira talaði hann um þetta og færði ýms-
ar sönnur á það, hve kensla ásamt fæði, húsnæði og
þjónustu kostaði mikið allan veturinn. Kvaðst hann
ekki geta boðið meira en það, að jeg ynni sjer, auk
sumarvinnunnar, hálfan veturinn, og fengi svo kenslu
hinn helming vetrarins. Fyrst og fremst hafði jeg ekk-
Margrjet Sigurðardðttir.