Hlín - 01.01.1932, Side 74
72
Hlín
hef farið víða um landið, en hvergi hef jeg orðið var
við eins gott og fullkomið heimili og í Bjarnanesi og
Stafafelli. Þangað völdust á þeim árum úrvals hjú,
greind, samviskusöm, skyldurækin og dugleg. Átti frú
Margrjet mestan þátt í vali hjúanna, en þá var ekki
hörgull á þeim — eins og nú er. Hún lagði mikla
áherslu á það, að þeim liði vel og kvaðst fagna því, að
þau væru glöð og reif. Enginn mun hafa fundið til
þess, að a honum hvíldu nokkur frelsishöft (vistar-
bandið var þá í gildi) og ávalt var heimilisfólkinu leyft
að nota hestana á sunnudögum og fá frístundir á virk-
um dögum, þegar um var beðið. Engu að síður annað-
ist frú Margrjet um það, að skylduverkin utan húss og
innan, væru vel af hendi innt og nákvæmlega. Heimil-
isfólkinu þótti vænt um hana og það virti hana mikils.
Engum datt í hug að hafa umyrði um neitt, sem hún
lagði fyrir, eða benda á eitthvað annað, sem betur
kynni að fara. Henni þótti þó mjög vænt um það, ef
hún var mint á eitthvert verk, sem ljúka þurfti, eða
ef henni var bent á ráð, sem virtist leiða til hagsbóta.
Það fór þannig fjarri því, að hún legði þessháttar
bendingar út á verri veg, eða skildi þær svo sem verið
væri að taka fram fyrir hendur henni í bústjórninni.
— Tillögur annara ræddi hún með sömu stillingu og
rökfestu, þó þær meira að segja næðu engri átt, eins
og hún ræddi um stjórnmál við manninn sinn, prófast-
inn. Ef það var eitthvað, sem henni geðjaðist að, var
hún þakklát fyrir bendinguna, alveg eins fyrir því, þó
að bendingin kæmi frá því hjúanna, sem minst þótti til
koma.
Alt hið raunverulega mat frú Margrjet mikils. Tild-
ur og hjegóma fyrirleit hún. Jeg minnist þess þannig,
að vorið 1888 bjó jeg til vermireit fyrir gulrófur. Þá
var jeg fyrir skömmu kominn af búnaðarskólanum og
vildi sýna það í verki, að einhver not hefðu orðið að