Hlín - 01.01.1932, Side 76
74
HUn
plönturnar verða of lengi í vermireitnum. Jeg var á
glóðum og beið nú eftir hentugu tæki'færi til að planta
út í kálgarðana úr vermireitnum. Loksins virtist mjer
tækifærið koma á laugardagskveldi. Loft var þykt og
leit út fyrir rigningu. Jeg fór þá til frúarinnar og bað
hana um alla þá hjálp, sem unt væri til að planta út í
garðana. Hún kallaði þá til sín fjórar stúlkur og mann-
inn sinn, og sagði mjer að skýra nákvæmlega fyrir
þeim, hvernig þau skyldu haga sjer, hvernig þau
skyldu losa um plönturnar í reitunum og hvemig með
þær yrði farið að öllu leyti. Að því loknu skipaði hún
hverjum manni verk. Sjálf tók hún að sjer vandasam-
asta verkið, en fól manni sínum það verkið, sem var
vandaminst, að bera jurtirnar úr reitnum í garðinn.
Tilraunin hepnaðist vel. Gulrófurnar urðu góðar
og náðu miklum þroska. Þær urðu að jafnaði 3—31/2
kg. að þyngd um haustið. Að svona vel tókst til, var
mjög að þakka aðstoð frú Margrjetar, skilningi henn-
ar á æsku minni og reynsluskorti, umhyggju hennar og
áhuga fyrir því, að alt gengi vel og skarplegum bend-
ingum hjer að lútandi.
Annars tók frú Margrjet ekki sjálf þátt í verklegum
störfum utan húss. En hún vann sjálf að störfum inn-
an húss og var þó ávalt heilsutæp.
Þegar heimilisfólkið var sest að tóvinnu á kvöldin,
kom prófasturinn venjulega inn í baðstofuna og las
upphátt það helsta úr nýjum blöðum eða tímaritum.
Stundum las hann nýjustu ' kvæði, sem honum þótti
mikið koma til, og stundum sagði hann stuttar sögur,
eða las sögur. út af þessu spunnust svo margskonar
umræður, og urðu þær stundum ekki til þess að flýta
fyrir tóskapnum. En svo bar það nú oft við, að prófast-
urinn gat þetta ekki, því að oft þurfti hann að sinna
gestum í stofu, ennfremur sökti hann sjer stundum
svo mjög niður í vísindalegar rannsóknir í sögu Norð-