Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 78
76
Hlln
prestinum, og tímarit og nýjar bækur komu aðeins á
heimili hans. Til hans var því þekkingin sótt. Þaðan
bárust út um sveitina hinir andlegu straumar, ef prest-
urinn var vel metinn andans maður. Um annað and-
legt líf var ekki að ræða. Bæri vanda að höndum, voru
ráð sótt til prestsins. Heimili hans var oftast talið fyr-
irmynd í sveitinni og bændur sömdu sig að háttum
prestsins í mörgu. Efnilegir, námfúsir unglingar leit-
uðu fyrst til hans ráða og aðstoðar. Frá prestssetruii-
um runnu því stoðirnar undir »bændamenninguna«.
Sú »menning« var þá aðallega fólgin í þeim styrk hug-
arfarsins, sem best er og heilladrýgst fyrir góða sam-
búð á heimilinu og í sveitinni. Sveitafólkið var sannort.
Ósannindi þóttu mikil vanvirða. Greiðvikni var svo
mikil, að mönnum þótti vænt um að eiga kost á því að
gera greiða. Og gestrisnin var alkunn. Þessu fylgdi
sakleysi í hugsunarhætti. Menn ætluðu engum ilt. Þess
vegna var litið svo á, að það sem prentað var hlyti að
vera satt, því engum mundi detta sú ósvífni í hug að
bera ósannindi á borð fyrir allan almenning. Yrði efna-
lítill bóndi fyrir því óhappi að verða veikur og leggj-
ast um sláttinn, komu bændur sjer saman um það að
heyja fyrir hann, svo hann misti ekki bjargræðisstofn-
inn. Gæddir þessu hugarfari, fóru efnilegir bændasyn-
ir til Reykjavikur (og stundum utan), sóttu þangað
þekkingu, settust að sem prestar í sveitunum og hjeldu
»menningunni« við, eða bættu við hana. Urðu heimili
þeirra, eins og áður er sagt, oftast fyrirmynd í sveit-
unum, sjerstaklega ef konur þeirra voru mikilhæfar
og áhrifaríkar. Eitt af þessum bestu og áhrifaméstu
heimilum á sinni tíð, tel jeg heimili sjera Jóns og frú
Margrjetar.
Eftir að frú Margrjet kom að Bjarnanesi, ljet hún
títt um það að heimsækja nábúakonurnar, í þeim til-
gangi eingöngu að leiðbeina þeim um ýmislegt, sem að