Hlín - 01.01.1932, Side 80
78
Htín
hefðu 'þeir látið sjer kenslu hennar vel líka. Var það
haft eftir einum þeirra, að þótt þeir hefðu ætlað sjer
að verða ódælir og ærslafullir, þá hefði ekkert orðið úr
því, hún hefði kunnað full skil á því að láta þá bera
fyrir sjer hæfilega virðingu. Kenslan hefði líka verið
óaðfinnanleg og að skapi þeirra.
Sú saga gekk um Austurland á æskuárum mínum,
að sjera Sigurður Gunnarsson hefði átt að segja um
þær dætur sínar, Elísabetu og Margrjetu, að sjer virt-
ust þær báðar vel gefnar, og báðar væru þær að sínu
skapi. Þó væri sinn háttur á hvorri. Elísabet sín væri
fríðari og föngulegri, skapferli hennar blítt og aðlað-
andi. Margrjet sín væri að yfirborði kaldari, skapferli
hennar stilt og rólegt og skapfestan mikil. Sagt er að
hann hafi svo bætt við þessa lýsingu þessum orðum:
»Mein var að því, að hún Grjeta mín skyldi ekki verða
piltur«. Hann átti engan son. Ýmsir litu svo á, að þessi
ummæli föður þeirra systi'anna væru sprottin af þeirri
þrá að eiga efnilegan son. Aðrir töldu ummæli hans
bera vott um það mikla álit, sem hann hefði á hæfi-
leikum Margrjetar dóttur sinnar. Færðu þeir þau rök
fyrir því, að á þeim dögum hefði ekki annað legið fyrir
konum en venjuleg störf við búskap og stjórn innan
húss. Mundi hann að vísu hafa talið það mjög mikils-
vert, að húsfreyjur væru kostum búnar og störf þeirra
vel af hendi leyst. En hjá Margrjetu hefði hann þótst
finna þá hæfileika, sem spá mundu miklu um afrek, ef
hann hefði átt son gæddan þeim. Töldu þeir, að í um-
mælum hans hefði verið fólgin ósk um það að eiga son,
sem gæddur væri gáfum hennar.
Ýmsum fanst frú Margrjet ekki aðlaðandi í viðmóti.
Mun því hafa valdið, hve einbeitt hún var, ákveðin og
tíguleg í framgöngu. Alúð hennar kom fram í nær-
gætni við alla, í viðleitni hennar til þess að bæta ann-
ara hag og í viturlegum hollráðum. Heimilið í Bjarna-