Hlín - 01.01.1932, Side 83
Tllín
81
astir. Þar eru tindar hinna háu fjalla einkennilegastir
og tilbreytnin mest. Flest það mesta á þessu landi, að
því er náttúrufegurð snertir og mikilleik hennar, er að
finna þar. í þessu umhverfi, á fegursta staðnum á
Austurlandi, Hallormsstað, er frú Margrjet Sigurðar-
dóttir fædd, sú kona, sem jeg tel vera hæsta að mann-
kostum, göfgi og vitsmunum allra þeirra kvenna, sem
jeg hef þekkt, og hef jeg þó kynst mörgum mikilhæf-
um mannkostakonum um dagana. Alla mína æfi mun
jeg blessa þær stundir, þegar jeg á barns- og unglings-
aldri .naut uppeldisáhrifa hennar og manns hennar.
Tel jeg þau áhrif hafa orðið mjer best og. heilladrýgst.
Bjcumi Sigurðsson.
Vattamesi við Skerjafjörð.
Minningarorð.
Petrína Pjetursdóttir er fædd á Söndum í Dýrafirði
10. júní 1847. Foreldrar hennar bjuggu þar þá sökum
þess, að þá sat þar enginn prestur. Nöfn foreldra
hennar, Marsíbilar ólafsdóttur og Pjeturs ólafssonar,
eru þó ekki bundin við Sanda, heldur við Hof hjer í
sveit, því þangað fluttust þau frá Söndum og munu
hafa búið þar 30—40 ár. Hjónin Marsíbil og Pjetur
eignuðust 11 börn, og er Petrína sú 10. í röðinni. Sjö
af þessum börnum náðu fullorðinsaldri, fimm dætur
og tveir synir. Eru þessi systkin' öll dáin, nema
Petrína, sem hefur náð hæstum aldri af systkinum sín-
um. Þótt ættstofninn sé góður þá heyrir ekki til að
rekja hann hjer.
ó