Hlín - 01.01.1932, Page 86
84
tilín
grímur Bjarnason, í húsvitjun, þá bað jeg hann að
gefa, mjer upphafsstafi í skrift og ljet hann það góð-
fúslega í tje, síra Arngrímur var listaskrifari. Eftir
forskrift hans lærði jeg að skrifa það sem jeg kann.
— Mig langaði til að læra fleira t. d. sauma og til bók-
arinnar, en það var meiri vinna en nám á uppeldis-
heimili mínu«.
í Selárdal dvaldi Petrína í 19 ár, eða til 21 árs ald-
urs. Mun hún þá hafa verið búin að nema flest þau
verk, sem fullvaxta stúlka, eitt búkonuefni, þurfti að
kunna í þá daga.
Selárdalur stóð framarlega í öllum heimilisiðnaði. i
þá daga þektist ekki pi'jónavjel nje saumavjel, svo alt,
sem prjónað og saumað var, varð að vinna í höndun-
um. Að öllu þessu athuguðu, sjer maður, að vel hefur
þurft að nota tímann, ef eitthvað átti að ganga að
vinna þessi verk, enda er margt eldra fólk iðjusamt og
glögt á verðmæti tímans. Jeg veit að frændkona mín,
sem hjer um ræðih, álítur það synd að fara illa með
tímann.
Sjórinn leikur um víkur, voga og firði á Vestfjörð-
um. Hjer um slóðir hefur ávalt verið stundaður sjór,
þó búið hafi verið, því sjórinn er gullnáma. Frameftir
allri 19. öldinni var mikið um hákarlaveiðar hjer á
vetrum, þá var það og altítt, að bændur og vinnumenn
þeirra stunduðu sjóróðra haust, vetur og vor. Það sem
því hefur einkent störf margra vestfirskra kvenna, er
hve margar þeirra hafa orðið að vinna ýms verk, sem
karlar einir hafa unnið í öðrum landshlutum. Nefni
jeg þar til alla búpeningshirðingu. Þegar svo var fátt
um karlmenn við heimilin, urðu konur að taka allar
gegningar. Selárdalsheimilið var eitt af þessum heimil-
um. Þar lærði Petrína að hirða búpening. Hefur henni
ávalt farist það starf vel úr hendi og þótt nærfærin
við alt, sem að því lýtur. Þessi störf þótti gott að