Hlín - 01.01.1932, Síða 87
HUn 85
kunna f gamla daga, en nú þykir það sjálfsagt lítils
virði.
Frá Selárdal fór Petrína að Suðureyri og var þar í
2 ár hjá Þorbirni Gissurarsyni, fænda sínum. Fór svo
þaðan að ósi við Bolungarvfk og dvaldi þar nokkur
ár hjá frænda sínum, ólafi Gissurarsyni, og konu hans
Kristínu Pálsdóttur. ósheimilið var annálað myndar-
heimili, húsfreyjan var svo langt á undan sínum tíma
um þrifnað og alla verklega kunnáttu. — Þeim hjónum
þótti sjerstaklega vænt um Petrínu, því hún var í senn
lagvirk, mikilvirk og námfús.
Það hefur nú verið drepið lítilsháttar á þann skóla,
sem Petrína gekk í í æsku. En að þessum skóla lokn-
um hefur hún afkastað miklu æfistarfi.
Meðan Petrfna var á ósi, var húsbóndi hennar beð-
inn um stúlku af bónda í Bárðastrandarsýslu, Guð-
mundi Guðmundssyni, sem bjó á Vattamesi í Múla-
sveit í Flateyjarsókn. Hún var beðin að fara þessa
ferð, því góða stúlku þurfti heimilið að fá, en Petrína
var í efa um hvort hún ætti að fara; En um þær mund-
ir dreymir hana fóstru sína sálugu, Guðrúnu ólafsdótt-
ur, og þótti henni hún segja við sig: »Þú flytur hjeð-
an, Petrína, og ferð suður, því þetta áttu að gera og
þetta skaltú gera«.
Petrína fluttist nú burt frá vinum og vandamönn-
um og settist að á Vattarnesi. Á því heimili leið Petrínu
vel. Þar gekk hún í hjónaband með fyrri manni sín-
um, Kristjáni Guðmundssyni, er var sonur bóndans
þar. Reistu þau bú á Vattarnesi, en aðeins á % af 12
hundr. jörð, tengdaforeldrarnir bjuggu á 1/3. Brátt
kom í ljós hin framúrskarandi búlund og búhyggindi
húsfreyjunnar, og atorkan eftir því, bæði innanhúss
og utan.
En mann sinn misti Petrína eftir tæpra 4 ára far-
sælt hjónaband. Sem ekkja hjelt hún samt áfram að