Hlín - 01.01.1932, Síða 88
86
Hlin
búa á Vattamesi. Stýrði hún búi sínu sjálf með hjúum
sínum í 3 ár. Kom henni þá að góðu gagni, hve marg-
vísleg störf hún hafði int af hendi á þeim heimilum,
sem hún hafði dvalið á í uppvexti sínum.
Heimilið á Vattarnesi þótti standa framar öðrum
heimilum í sveitinni. Bændumir, á næstu bæjum, sem
áttu uppkomna sonu, Ijetu fremur falla eggjunarorð
til sona sinna um, að þeir ættu að hafa augun hjá sjer,
er þeir kæmu að Vattarnesi. Þar væri þó kona, sem
vert væri að eignast sem fylginaut í lífinu.
Síðasta árið, sem hún bjó á Vattarnesi, rjeðst til
hennar ungur piltur, athafnamaður mikill, og tók hann
að mestu við búsforráðum. Þessi ungi maður, Björn
Jónsson frá Kirkjubóli í sömu sveit, varð seinni mað-
ur Petrínu, þau giftust árið 1884. Fluttu þau sama ár
frá Vattarnesi og að Kirkjubóli og tóku þar við bús-
forráðum og bjuggu þar samfleytt í 11 ár. Jörð þessi
er talin erfið, en þeim búnaðist þar mjög vel, því at-
orkan var á báðar hendur að starfa og starfa fyrir líf-
inu. Bóndinn fór vanalega að vorinu til að fsafjarðar-
djúpi til að róa þar hlut. Þá varð konan að gæta allra
verka utan húss sem innan. Stundaði hún þá hrogn-
kelsaveiðar og selalagnir og stýrði bát sínum sjálf.
Starfsvakinn virðist Petrínu í brjóst lagður, starf-
semin og starfsgleðin hafa verið aflvakar lífs hennar.
Öll vinna leikur henni í hendi, bæði innan heimilis og
úti. Því miður hef jeg aldrei' sjeð hana vefa. En spinna,
kemba, prjóna og sauma, alt virðist það leika í hönd-
um hennar, þó aldurinn sé orðinn hár. Það er kona,
sem kunnað hefur að spinna gæfugull úr gæðum lands-
ins og fundið yndisstundir nógar í iðninni.
Þrátt fyrir það, þó Petrína væri mikil dugnaðar- og
atkvæðiskona í sveit sinni, í Barðastrandarsýslu, og
væri virt þar að maklegleikum, þá fanst henni altaf